Salt, salt og meira salt !
Ég hef þörf fyrir að vera alltaf eitthvað að bralla og núna síðast var ákveðið að gera smá tilraunir með salt, keypti þessar sætu krukkur hjá sösterne og auðvitað þurfti að setja eitthvað í þær.
Tegundirnar sem ég prófaði að gera eru: krækiberjasalt,
steinselju og hvítlaukssalt, chillisalt, lauk og hvítlaukssalt, rósmarínsalt.
Í frystinum á ég krækiber, bláber og eitthvað af kryddjurtum og auðvitað þarf maður að gera smá tilraunir við og við annað er ekki hægt.
Ég tók út krækiber og steinselju og prófaði að setja á smjörpappír við vægan hita inn í ofn til að þurrka og það var allt í lagi með berin en steinseljan varð bara dökk og vond og þá þurfti ég að nota aðra aðferð á hana.
Var með hvítlauk og lítinn lauk og ég saxaði þá báða mjög smátt en laukurinn kemur úr garðinum mínum og þeir eru mjög bragðsterkir. Þurrkað yfir nótt.
Berin hálf þornuð sett saman við saltið sem ég notaði (Norður Salt flögur ) og svo setti ég blönduna á disk og lét hana þorna yfir nótt.
Í annari blöndu var hvítlaukur, steinselja og salt, ég saxaði steinseljuna og hvítlaukinn mjög smátt og hrærði saman og þurrkaði líka yfir nótt.
Og auðvitað angaði húsið af öllum þessum lauk en ég ákvað því að skella í pönsur og berjalummur í tilefni að því að það var sunnudagur og til að breyta aðeins lyktinni í húsinu og 2 dætur mínar og tengdasynir litu við og þetta var bara skemmtilegt.
Comments