Kærleikur er karlkyns nafnorð en ég ætti samt........
Þessar fallegu myndir prýða vegg á skrifstofunni minni í vinnunni og mér finnst ótúlega vænt um þær þessi efri er kort sem ég fékk einu sinni og þá neðri keypti ég í Prag af listakonunni sjálfri. mér finnst þær svo lýsandi fyrir kærleikann.
Ég hef upplifað það núna í vetur hversu kærleiksríkt fólk er í kringum mig og það er alveg ómetanlegt að finna það, ég hef líka fundið fyrir því að ég get verið kærleiksrík kona við annað fólk en hef ekki verið nógu dugleg að vera það við sjálfa mig.
Kvíðinn hefur verið að herja á mig af og til og í stað þess að taka bara eftir því og sýna mér umburðarlyndi hef ég verið að skamma mig fyrir þetta...
Þú átt nú að kunna að takast á við þetta og þú átt að...... og auðvitað átt þú að.....og svo framvegis og þetta eru ekki hjálplegar setningar fyrir neinn og þær mundi ég ekki segja við neinn annan.
Ég er svo heppin að vera í hóp með fólki sem er að stunda Núvitund og þegar ég er að gera æfingar í selfcompassion ( sjálfsgóðvild ) þá hef ég tekið eftir þessum neikvæðu hugsunum um sjálfa mig og það er ekki gott.
Það er ekki nóg að geta verið kærleiksríkur við annað fólk, við verðum líka að geta sýnt okkur sjálfum sömu umhyggju og núna þegar jólin eru framundan þá er um að gera að njóta vel og vera ekki með óraunhæfar kröfur á okkur.
Ef við erum að kljást við eitthvað eins t.d. kvíða eða þunglyndi þá verðum við að vera umburðarlynd við okkur í stað þess að vera að skammast yfir því að við séum ekki alveg fullkomin.
Ég ætla að halda áfram að æfa mig í sjálfskærleikanum og veit að það mun skila árángri að lokum og auðvitað hef ég átt góða tíma þar sem ég hef ekki verið að dæma mig svona hart en þetta er lífsseigt og ég ætla að láta fylgja einn link ef einhver annar þarna úti kannast við þessar hugsanir.
www.mindfulselfcompassion.org
Comments