Posts

Fegraðu líf þitt framhald.

Image
Já það er víða fegurð að finna í umhverfinu ég rakst á þessi fallegu lambagrös í hrauninu við Hítarvatn í vikunni og lyktin af þeim er svo góð, ég hef sett þau inn í silung með öðru í veiðiferð og grillaði svo silunginn það kom mjög gott bragð af lambagrasinu. Þegar mér líður vel þá skynja ég umhverfið allt öðru vísi og sé litina skýrar og finnst náttúran hreint kraftaverk og get endalaust dásamað hana og skoðað. Horft á stráin sveiflast í vindinum og fundist það alveg stórkostlegt, en ef ég er ekki vel upplögð þá tek ég ekki eins vel eftir þessari fegurð þótt hún sé allt í kringum mig,  Þessar kindur voru að bíta gras á meðan ég sat og prjónaði lopapeysu kannski úr ull frá frænku þeirra svolítið skrítið móment. Á meðan ég var við Hítarvatn kom nýtt tugl og það var ótrúlega fallegt að fylgjast með því rísa á himninum og við vorum ekki með úrin okkar á okkur því að það er orðin regla hjá mér í sumarfríinu að taka það af mér og reyna að njóta s...

Fjársjóður sem falin var og súpu grey !

Image
 Það er komið sumarfrí og það rignir og rignir og lítið hægt að gera í garðinum og þá er um að gera að finna sér einhver önnur verkefni t.d ganga frá peysum sem búið er að prjóna endi hér og spotti þar og svo fór ég í fatarherbergið og skoðaði hvað væri það að finna :) og setti í svartan poka það sem á að fara í Rauðakrossinn já manni þarf ekkert að leiðast. Ég fann þennan græna prjónakjól sem ég kláraði í firra vor og gekk svo frá innst í fataherberginu af því að það var að koma sumar og svo gleymdi ég bara að hann væri til en núna setti ég hann framar þannig að ég get notað hann í vetur..gaman, gaman  Kláraði þessa peysu í morgun en á eftir að kaupa rennilás í hana veit ekki hver á að fá hana það kemur bara í ljós. Ég verð eins og stöðvunarskyldu merki í þessari í  kápupeysu sem drifið var í að klára og mér verður örugglea hlýtt í henni næsta vetur og engin hætta að fólk sjái mig ekki :) Þessi kragi varð á vegi mínum þegar ég var að taka stöð...

Fyrirmyndir !!

Image
Þessi mynd er á gömlum og fallegum kökudiski sem ég á og spurning hver var fyrirmyndin þegar þetta var málað var það vöndur í vasa eða sá málarinn þetta út um gluggan hjá sér? Það er nefnilega þannig að fyrirmyndir eru út um allt og oft erum við ekkert að hugsa út í það að við erum fyrirmyndir fyrir fullt af fólki  daglega.  Ég vaknaði í gærmorgun og langaði ekkert sérstaklega á fætur var löt og er að byrja í sumarfríi, veðrið ekkert sérstakt og ég ekki að fara eða gera neitt sérstakt í fríiu mínu, púff púff fú aumingja ég eða þannig og enginn vorkennir mér :) Hvað er hægt að gera þegar manni líður svona og er að farast úr sjálfsvorkun, jú það er alltaf eitthvað hægt að gera í því og ég valdi að fara á fætur dreif mig í sturtu og stökk af stað ( klæddi mig lofa) og ákvað að fara í Dómkirkjuna í Reykjavík. Ekki það að mig langaði bara að fara í messu heldur vissi ég af því að kona sem mér þykir mjög vænt um og ber mikla virðingu fyrir var að vígjast til prest þar og ég var...

Bölvun eða blessun ????

Image
Þessi mynd lýsir vel hvernig mér hefur liðið frá því að ég byrjaði á breytingarskeiðinu eini rauði og sveitti túlipaninn á enginu. Í mai 2012 deildi ég  minni upplifun af þessu skeiði í mínu lífi með fullum sal af konum á öllum aldri og  reyndi að sjá spaugilegu hliðarnar á þessari reynslu þótt ég hafi nú ekki alltaf getað það á þessum tíma. Ég ætla að deila með ykkur þessu erindi ég hef komist að það hefur ekki þótt smart að tala of mikið  um þessa hluti en núna er búið að opna mikið á umræðuna og stofnuð hefur verið síða á FB um þetta málefni. heyr heyr... þær eiga lof skilið. Þegar ég var 37 ára fór ég að finna fyrir líkamlegum og andlegum breytingum sem ég var ekki alveg sátt við en á þessum tíma var ég með stórt heimili og meðal annars með 2 ára tvíbura svo að ég skrifaði þessi einkenni bara á að ég væri svona þreitt, en ákvað svo að hitta kvensjúkdómalæknirinn minn og ræða þetta við hann. Hann tók vel á móti mér eins og alltaf og ég romsaði uppúr mér þv...

Hamingja og Sátt !!!!

Image
Orðið hamingja merkir ‘gæfa, heill, gifta’ og í elsta máli einnig ‘heilladís, verndarvættur’. Það er sett saman úr orðunum hamur sem merkir ‘skinn, húð, gervi’ en einnig í eldra máli ‘fylgja, verndarandi’ og viðliðnum – ingja sem kominn er úr *(g)engja af sögninni að ganga , eiginlega ‘vættur sem gengur inn í ham eða gervi’.Þessa speki fékkst  á Vísindavefnum. Hamingja , sæla eða lukka er tilfinning fyrir gleði , ánægju og velferð . Hamingja er flókin tilfinning sem erfitt er að festa hendur á " segir á  Wikipedia " En hvað þýðir hamingja fyrir venjulegt fólk á venjulegum degi er það að vera sáttur, finna frið og líða bara vel í eigin skinni? Það eru sumir sem bíða eftir því að verða grennri, ríkari, finna maka, fá nýja vinnu og þá muni þeir verða hamingjusamir, en er það svo ? Það er til fólk sem  vill að aðrir gefi þeim hamingju,  en hún verður að koma innan frá og annað fólk getur aukið á  hana en það gerir ekkert við okkur til að vi...

A relaxed mind is a creative mind / meira af tepoka speki :)

Image
Það er alveg frábært að ég fæ hverja ábendinguna á fætur annari á tepokum þessa dagana, það er sem ég segi maður veit aldrei hvaðan gott kemur. Þessar myndir eru úr Grasagaðinum Það hefur komið fram hérna á síðunni að ég hef verið að stunda Mindfullness/ Árverkni og það er ekki vanþörf á því í mínu tilfelli því að ég er streitukona og þarf alltaf að vera á varðbergi ganvart því að hleypa mér ekki í þannig ástand og þess vegna fannst mér þessi orð á tepokanum svo góð áminning fyrir mig af því að ég hef ekki verið mjög dugleg undanfarið að nota það sem ég kann.  Þegar ég var á námskeiðinu fórum við í Grasagarðinn og gengum þar í þögn og vorum meðvituð hvert skref sem við tókum og það var ansi magnað að prófa þetta því að maður skynjar umhverfið á allt annan hátt og það er svo gaman að fylgjast með því hverju maður tekur eftir. Ég hef líka tekið eftir því að þegar streitan fer að stíga hjá mér er svo mikið umferðar öngþveiti í höfðinu á mér að það er ekkert pláss þa...

Tepokar og speki

Image
The one who walks in a gentle way comes far.   Þessi orð fékk ég á tepoka og það er mikill sannleikur í þeim                                               Jarðaberjaplanta í blóma í garðinum hjá mér. Þeir sem vaða áfram í frekju komast kannski áfram í stuttan tíma en yfirleitt endar það ekki vel, en þeir sem fara í gegnum lífið með kærleikann að leiðarljósi komast þangað sem þeir ætla sér og geta verið samferða því fólki sem þeir kjósa af því að þeir eru ekki búnir að hrekja þá frá sér með frekju. Það er mikill munur á því að vera ákveðin eða frekur og það eru margir sem ruglast á því og svo eru aðrir sem halda að ef þeir gefi ekkert eftir þá séu þeir sigurvegarar en það er ekki þannig við þurfum alltaf í samskiptum að gera málamiðlun og vera sveigjanleg án þess að gengið sé á rétt okkar. Í samskiptum er það svo að einstaklinagarnir sá hlutina með sínum...