Fyrirmyndir !!

Þessi mynd er á gömlum og fallegum kökudiski sem ég á og spurning hver var fyrirmyndin þegar þetta var málað var það vöndur í vasa eða sá málarinn þetta út um gluggan hjá sér?
Það er nefnilega þannig að fyrirmyndir eru út um allt og oft erum við ekkert að hugsa út í það að við erum fyrirmyndir fyrir fullt af fólki  daglega.

 Ég vaknaði í gærmorgun og langaði ekkert sérstaklega á fætur var löt og er að byrja í sumarfríi, veðrið ekkert sérstakt og ég ekki að fara eða gera neitt sérstakt í fríiu mínu, púff púff fú aumingja ég eða þannig og enginn vorkennir mér :) Hvað er hægt að gera þegar manni líður svona og er að farast úr sjálfsvorkun, jú það er alltaf eitthvað hægt að gera í því og ég valdi að fara á fætur dreif mig í sturtu og stökk af stað ( klæddi mig lofa) og ákvað að fara í Dómkirkjuna í Reykjavík. Ekki það að mig langaði bara að fara í messu heldur vissi ég af því að kona sem mér þykir mjög vænt um og ber mikla virðingu fyrir var að vígjast til prest þar og ég var svo heppin að hitta konu sem ég þekki þarna og fékk að sitja hjá henni við athöfnina.
Það voru tvær konur vígðar af biskupi íslands sem er kona og hún sagði að þetta væri mjög merkilegur dagur  því að þetta væri  í fyrsta skiptið sem tvær konur eru vígðar og það af kvenbiskupi og mér þótti ennþá meira varið í það að vera þarna til að verða vitni að þessu auk þess var hún Arndís mín fyrsta konan sem vígð hefur verið sem prestur fyrir kvennakirkjuna. :)

 Í pretikun sinni talaði biskup um fyrirmyndir og hvað þær skipta miklu máli og mér fannst að hún væri bara að tala við mig ég þurfti svo mikið að heyra þetta núna, þessar tvær konur sem voru vígðar verða alveg örugglega góðar fyrirmyndir í sínu starfi sem og annarstaðar og ég fór að hugsa hvernig fyrirmynd er ég í dag fyrir börnin mín sem eru orðin fullorðin en ég verð samt alltaf móðir þeirra upp á hvað eru þau að horfa ?

Er ég að sinna öllum mínum þörfum og áhugamálum ?  Er ég hamingjusöm ?  Ef ekki hvað get ég
  til að breyta því ? Þetta eru spurningar sem ég er að velta fyrir mér í dag og vonandi kemst ég að niðurstöðu,  og ef ég er að sinna þessu þá er ég góð fyrirmynd, það hlýtur að vera mjög sorglegt að horfa á sína fyrirmynd og geta ekki sagt svona langar mig að verða þegar ég verð stór og ef ég er ekki góð fyrirmynd í dag get ég ein breytt því og hana nú :)

Ég er líka að velta því fyrir mér hvernig fyrirmyndir hafði ég þegar ég var að alast upp og hvaða áhrif höfðu þær á mig, ég man að mamma var mjög dugleg að vinna bæði heima og að heiman og hún kenndi mér margt í eldamennsku og mér þótti mjög gaman að fylgjast með henni elda.

Pabbi var lítið heima vann út um allar trissur og ég vandist því að konur geta séð um sig og sína og mamma gat þetta allt og þess vegna veit ég og hef reynt það að ég er líka þannig, ég var líka mjög fljót að læra að ég þyrfti að sjá um mig sjálf við vorum margar systur oft mikið að gera á stóru heimili.

Þetta varð til þess að ég hef oft átt erfitt með að biðja fólk hjálpa mér og hef yfirleitt bara viljað gera hlutina sjálf ( stjórnsemi) ég hef líka átt erfitt með að treysta fólki fyrir mér og mjög fáir komast inn fyrir krabbaskelina mína, en þeir sem þangað komast verða þar um eilífð, ég hafði líka þannig fyrirmyndir að  ég gat ekki alltaf treyst því sem sagt var,  það er eitthvað sem mér finnst ennþá erfitt ef einhver sem stendur mér nær segir við mig þetta verður allt í lagi en svo er það ekki þannig þá lokast ég meir og meir.

En mínar fyrirmyndir kenndu mér að meta bókmenntir, myndlist og margt annað sem ég hef gaman að í dag og fyrir það er ég þakklát og ég hef stundum sagt við mín börn af hverju eru þið svona ævintýragjörn og sjálfstæð þá horfa þau bara á mig og segja við höfum þig sem fyrirmynd og það þykir mér vænt um að heyra.

Sniff Sniff það mætti halda að ég  væri enn í sjálfvorkunn en það er nú ekki þannig ég er bara í stöðugri sjálfsskoðun og það er spurning hvort ég taki mér sumarfríi í því líka ? NEI held ekki þetta fylgir því að vera manneskja með tilfinningar og við upplifum góða daga og svo aðra sem eru ekki eins góðir og það er allt í lagi, mér leið ótrúlega vel inn í mér eftir að hafa farið og séð þessar frábæru fyrirmyndir í Dómkirkjunni í gær og ég veit að það eru miklu fleiri þarna úti sem eru líka fræbærar fyrirmyndir og við skulum gefa okkur klapp á bakið fyrir það.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!