A relaxed mind is a creative mind / meira af tepoka speki :)
Það er alveg frábært að ég fæ hverja ábendinguna á fætur annari á tepokum þessa dagana, það er sem ég segi maður veit aldrei hvaðan gott kemur.
Þessar myndir eru úr Grasagaðinum
Það hefur komið fram hérna á síðunni að ég hef verið að stunda Mindfullness/ Árverkni og það er ekki vanþörf á því í mínu tilfelli því að ég er streitukona og þarf alltaf að vera á varðbergi ganvart því að hleypa mér ekki í þannig ástand og þess vegna fannst mér þessi orð á tepokanum svo góð áminning fyrir mig af því að ég hef ekki verið mjög dugleg undanfarið að nota það sem ég kann.
Þegar ég var á námskeiðinu fórum við í Grasagarðinn og gengum þar í þögn og vorum meðvituð hvert skref sem við tókum og það var ansi magnað að prófa þetta því að maður skynjar umhverfið á allt annan hátt og það er svo gaman að fylgjast með því hverju maður tekur eftir.
Ég hef líka tekið eftir því að þegar streitan fer að stíga hjá mér er svo mikið umferðar öngþveiti í höfðinu á mér að það er ekkert pláss þar til að vera skapandi á einn eða neinn hátt og hugmyndir fá ekkert pláss.
Streita er ekkert grín og það eru alltaf að koma nýjar rannsóknir sem sýna hversu víðtæk áhrif hún hefur á heilsufarið hjá okkur og hvað hún skemmir mikið út frá sér.
Comments