Fjársjóður sem falin var og súpu grey !

 Það er komið sumarfrí og það rignir og rignir og lítið hægt að gera í garðinum og þá er um að gera að finna sér einhver önnur verkefni t.d ganga frá peysum sem búið er að prjóna endi hér og spotti þar og svo fór ég í fatarherbergið og skoðaði hvað væri það að finna :) og setti í svartan poka það sem á að fara í Rauðakrossinn já manni þarf ekkert að leiðast.

Ég fann þennan græna prjónakjól sem ég kláraði í firra vor og gekk svo frá innst í fataherberginu af því að það var að koma sumar og svo gleymdi ég bara að hann væri til en núna setti ég hann framar þannig að ég get notað hann í vetur..gaman, gaman 

Kláraði þessa peysu í morgun en á eftir að kaupa rennilás í hana veit ekki hver á að fá hana það kemur bara í ljós.


Ég verð eins og stöðvunarskyldu merki í þessari í  kápupeysu sem drifið var í að klára og mér verður örugglea hlýtt í henni næsta vetur og engin hætta að fólk sjái mig ekki :)


Þessi kragi varð á vegi mínum þegar ég var að taka stöðuna á lopa birgðum og það var bara smávegis sem átti eftir að gera til að klára hann svo ég dreif í því er að hugsa um að gefa einni systur minni hann þetta eru hennar litir og hún er mikil útivistarkona.



Eldaði  súpu í kvöld þótt það sé hásumar og ekki þriðjudagur og bakaði skonsur með henni og þessi súpa var bara fundin upp á staðnum og var mjög góð og ég ætla að reyna að rifja upp það sem ég setti í hana ef einhver vill prófa, ég gerði fyrir 6 því að það verður gott að hita hana upp á morgun og svo frysti ég oft afganga af súpum til að eiga síðar mjög þægilegt.
Ég tók ekki mynd af hráefnunum af því að ég ætlaði ekkert að setja hana inn en hér kemur það sem í hana fór:

1 stór sæt kartafla
3 hvítlauksrif
1 laukur
2 tómatar
1 dl chilisashet sósu ( keypt í Ikea)
2 msk tómatsósa
3 teningar nautakraftur
1 maisstöngull
1 tsk túrmek
1 tsk pipar
1 tsk salt
1 líter af vatni

beikon biti smátt saxaður (var með stóran bita sem ég keypti í Kjöthöllinni og skar smá stikki af honum alvöru beikon)

Stetti smá olíu í pott og út í hana setti ég kryddið, laukinn smátt saxaðan, hvítlaukinn pressaðan, smátt skorið beikonið og slét þetta svitna vel í gegn c.a. 5 mín. Þá skar ég tómatana smátt ( tók af þeim hýðið) og bætti svo sósunni út í og lét þetta aðeins samlagast og þá fór sæta kartaflan út í en hún var skorin í bita.

Þá bætti ég vatninu og teningunum út í og lét suðuna koma upp og svo sauð ég þetta á vægum hita í 45 mín á meðan ég bakaði skonsurnar. Ég átti einn frosinn maisstöngul og lét suðuna koma upp á honum og svo skar ég utan af honum og bætti honum út í ásamt tómatsósunni og let þetta malla í 10 mín við vægan hita.

Tók hluta af grænmetinu uppúr og setti í skál og notaði töfrasprotann til að mauka það og bætti því svo aftur út í svo er um að gera að smakka súpuna bara til og bæta meira kryddi ef þurfa þykir.

Svo ætla ég bara að halda áfram að gramsa  í skúffum og skápum og aldrei að vita hvaða fjársjóðir verða á vegi mínum, spennandi ekki satt :)


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!