Fegraðu líf þitt framhald.



Já það er víða fegurð að finna í umhverfinu ég rakst á þessi fallegu lambagrös í hrauninu við Hítarvatn í vikunni og lyktin af þeim er svo góð, ég hef sett þau inn í silung með öðru í veiðiferð og grillaði svo silunginn það kom mjög gott bragð af lambagrasinu.


Þegar mér líður vel þá skynja ég umhverfið allt öðru vísi og sé litina skýrar og finnst náttúran hreint kraftaverk og get endalaust dásamað hana og skoðað.


Horft á stráin sveiflast í vindinum og fundist það alveg stórkostlegt, en ef ég er ekki vel upplögð þá tek ég ekki eins vel eftir þessari fegurð þótt hún sé allt í kringum mig, 


Þessar kindur voru að bíta gras á meðan ég sat og prjónaði lopapeysu kannski úr ull frá frænku þeirra svolítið skrítið móment.


Á meðan ég var við Hítarvatn kom nýtt tugl og það var ótrúlega fallegt að fylgjast með því rísa á himninum og við vorum ekki með úrin okkar á okkur því að það er orðin regla hjá mér í sumarfríinu að taka það af mér og reyna að njóta stundarinnar á meðan hún er án þess að vera alltaf að spá í tímann.
En þegar tuglið var komið hátt á loft var klukkan að verða 12 á miðnætti og næstu kvöld notuum við bara tuglið sem klukku og það var notarlegt að giska bara á tímann því að við vorum bara að njóta og enginn að reka á eftir okkur eða bíða eftir okkur og það er fínt.


Þarna átti að taka silunginn en hann lét ekki sjá sig hélt sig bara langt út í vatni og hló að okkur.


Það er svo fallegt þegar skýin liggja svona á fjöllunum það er eins og þau séu vafin í bómul, við erum svo ótrúlega heppin að eiga þetta fallega land og geta ennþá farið á staði þar sem hægt er að njóta og það er ekki stappa af fólki. Við höfum ennþá þetta val að geta verið í fjölmenni eða bara í rólegheitum og því ber að fagna.

Þetta er það sem nærir mína sál og við gengum mjög mikið í þessari ferð þannig að líkaminn var líka ræktaður.







Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!