Hamingja og Sátt !!!!



Orðið hamingja merkir ‘gæfa, heill, gifta’ og í elsta máli einnig ‘heilladís, verndarvættur’. Það er sett saman úr orðunum hamur sem merkir ‘skinn, húð, gervi’ en einnig í eldra máli ‘fylgja, verndarandi’ og viðliðnum –ingja sem kominn er úr *(g)engja af sögninni að ganga, eiginlega ‘vættur sem gengur inn í ham eða gervi’.Þessa speki fékkst  á Vísindavefnum.

Hamingja, sæla eða lukka er tilfinning fyrir gleði, ánægju og velferð. Hamingja er flókin tilfinning sem erfitt er að festa hendur á " segir á Wikipedia "
En hvað þýðir hamingja fyrir venjulegt fólk á venjulegum degi er það að vera sáttur, finna frið og líða bara vel í eigin skinni? Það eru sumir sem bíða eftir því að verða grennri, ríkari, finna maka, fá nýja vinnu og þá muni þeir verða hamingjusamir, en er það svo ?

Það er til fólk sem  vill að aðrir gefi þeim hamingju,  en hún verður að koma innan frá og annað fólk getur aukið á  hana en það gerir ekkert við okkur til að við verðum hamingjusöm/sátt. 

Að  verða hamingjusamur er  vinna og  sumir segja að það sé ákvörðun sem við tökum. Við þurfum að geta verið hamingjusöm / sátt með okkur sjálfum þá aukast líkurnar á því að við verðum það líka með öðrum. Annars erum við kannski  hamingjusöm á skilyrðum.

Það er líka gott að hafa í huga að þegar við verðum ástfangin þá erum við hamingjusöm, en eins og segir í útskýringunni að ofan að    -ingja sé vættur sem gengur inn í ham eða gerfi og við verðum að passa okkur á því að vera við sjálf þegar við erum að kynnast einhverjum og muna að viðkomandi varð ástfanginn af okkur eins og við vorum þá. 

 Ef við erum sífellt að reyna að breyta okkur og aðlaga okkur endalaust að einhverri manneskju 
( fara inn í ham ) þá töpum við  sjálfum okkur og verðum mjög óhamingjusöm.  Það að gera málamiðlanir  í sambandi  er allt annað en að  vera bara eins og hinn aðilinn vill, þetta á við bæði um karla og konur.

Ég hef oft fundið fyrir hamingju/sátt í gegnum tíðina og í vetur þegar ég var að vinna á fullu til að koma mér til heilsu aftur  var ég spurð hvenær varst þú síðast fullkomnlega hamingjusöm og sátt?

Það var gott fyrir mig að hugsa um þessa spurningu og finna svar við henni sem og ég gerði og stundum getur farið svo að okkur líki ekki svarið og þá þurfum við að leita inn á við og skoða hvað við getum gert til að breyta aðstæðum til að við getum aftur fundið þessa hamingju og sáttartilfinningu sem er svo eftirsóknarverð.

Ég sá þessa tilvitnun og fannst hún mjög góð:

Hamingjusamt fólk hefur ekki endilega það besta af öllu, en það gerir það besta úr því sem það hefur.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!