Bölvun eða blessun ????


Þessi mynd lýsir vel hvernig mér hefur liðið frá því að ég byrjaði á breytingarskeiðinu eini rauði og sveitti túlipaninn á enginu.
Í mai 2012 deildi ég  minni upplifun af þessu skeiði í mínu lífi með fullum sal af konum á öllum aldri og  reyndi að sjá spaugilegu hliðarnar á þessari reynslu þótt ég hafi nú ekki alltaf getað það á þessum tíma.


Ég ætla að deila með ykkur þessu erindi ég hef komist að það hefur ekki þótt smart að tala of mikið  um þessa hluti en núna er búið að opna mikið á umræðuna og stofnuð hefur verið síða á FB um þetta málefni. heyr heyr... þær eiga lof skilið.

Þegar ég var 37 ára fór ég að finna fyrir líkamlegum og andlegum breytingum sem ég var ekki alveg sátt við en á þessum tíma var ég með stórt heimili og meðal annars með 2 ára tvíbura svo að ég skrifaði þessi einkenni bara á að ég væri svona þreitt, en ákvað svo að hitta kvensjúkdómalæknirinn minn og ræða þetta við hann.

Hann tók vel á móti mér eins og alltaf og ég romsaði uppúr mér því sem á mér hvíldi,  hann hlustaði mjög þolinmóður á mig og sagði síðan við mig” Lára mín þú ert nú bara byrjuð á breytingarskeiðinu “ ég starði á hann og sagði er ekki í lagi með þig ég er 37 ára” En í mínum huga voru það bara mjög gamlar konur sem voru byrjaðar á þessu skeiði, hann skoðaði mig og sagði já þetta er nú allt í lagi þér voru úthlutuð svo mörg egg að þetta eru bara byjunar einkenni sem þú ert með.
Síðan sagði hann mér að það væru til hormónatöflur sem hægt væri að gefa mér þegar fram liðu stundir ef einkennin versnuðu.

Þegar ég fór frá honum leið mér eins ég hefði elst um mörg ár, og væri eggjabú sem væri komið að úreldingu. þrátt fyrir að ég ætti fjögur börn fann ég fyrir depuð yfir því að nú gæti ég ekki átt fleiri ( eins og hefði nú eitthvað við það að gera ).
      er byrja nýtt skeið í mínu lífi ég  ekki ung lengur…..Og það sem var líka ruglandi fyrir mig á þessum tíma var að ég átti orðið tvö barnabörn sem voru 3. og 1 árs þannig að ég var mjög ringluð yfir þessu öllu og gat illa staðsett mig í þessari tilveru.

Síðan liðu nokkur ár og ég var ekkert að hugsa um þessi mál og var bara sæmileg, en rúmlega fertug fór aftur  að bera á einkennum hjá mér  og enn fór ég á fund eggjateljarans og sagði honum að þetta gengi ekki ég væri sífellt skælandi og skapsveiflurnar þvílíkar að fólk var farið að fara fjallabaksleið ef það kom auga á mig því að það vildi ekki lenda í mér.

Hann ennþá jafn blíður á manninn sagði við mig “ já við skulum bara prófa að  setja þig á hormónatöflur þetta verður allt í lagi”
Hvernig dirfðist hann karlmaðurinn að segja þetta við mig hann vissi sko ekkert hvað ég ætti bágt ….Nei konur á breytingarskeiði þær verða loðnar, skælandi og geta bara drepið fólk með augnaráðinu einu saman, En karlmenn á þessum aldri verða bara myndarlegri ja sveiattan .

En töflurnar fékk ég og byrjaði að taka þær þótt mér hafi nú alltaf verið illa við öll lyf, eftir mjög stutta inntöku á þessum lyfjum  tíma fór ég í apótekið úfin og illa fyrir kölluð og fékk að tala við lyfjafræðing og sagði honum að fæturnir á mér væru eins og símastaurar og að toppstikkið væri um það bil að spinga af mér ofan á allt annað, hann ráðlagði mér að hætta á þessum lyfjum strax og sagði að ég þyldi þau ekki og að ég yrði að hafa samband við læknirinn minn.
Rannsóknir sína að það eru mjög margar konur sem þola illa hormóna og geta alls ekki notað þá og auðvitað þurfti ég að vera ein af þeim.

Ég ákvað að gera eitthvað annað reyna lífrænu aðferðina og taka vítamin og soja ætlaði sko ekki að hitta aftur þetta læknisfífl sem var að reyna að kála mér ofan á allt annað.

En þrátt fyrir að ég lifði mjög heilbrigðu lífi á þessum tíma og tæki þessi vitamin mín þá nægði það mér ekki en ég þrjóskaðist við í rúmt ár og var orðin mjög döpur ( ég þessi stuðpinni) sem var að gera allt rétt. Reyndar skildi ég við manninn minn mitt í þessu öllu og var náttúrulega döpur yfir því en þegar ég var farina að fá svitakóf og verða eldrauð í framan upp úr þurru þá gat ég ekki kennt skilnaðinum um það.

Ég gafst upp aftur  og fór aftur á fund eggjateljans og sagði honum farir mínar ekki sléttar ég væri orðin eins og unglingur væri að roðna, svitna, gráta í tíma og ótíma og væri farina að sofa mjög illa,  og núna yrði hann bara að gera eitthvað rótækt í málunum….Sagði honum að ég hefði hætt á pillunum því að ég hefði orðið verri af þeim.
 Hann jafnrólegur og venjulega og mig langaði mest að berja hann sagði við mig Já Lára mín við skulum prófa að setja á þig plástur “ plástur sagði  ég á nú bara að líma fyrir munninn á mér ( svona vissi ég nú mikið um þessi mál ) Nei hormónaplástur sagði hann hlægjandi ( já honum fannst þetta bara fyndið en mér fannst það sko ekki.

Jæja heim fór ég með plásurinn og byrjaði svo að nota hann og það leið ekki langur tími kannski 1mánuður eða svo þar til ég fann mikinn mun á mér en auðvitað fékk ég líka aukaverkun af plástrinum
( þið munið ég var skilin við manninn minn og var einhleyp) þessar aukaverkanir lýstu sér þannig að ég mátti ekki myndarlegan mann sjá,  þá sat ég opinmynt og með krosslagða fætur og mændi á eftir þeim ( þið skiljið hvað ég meina) 


….Öll líkamlegu og andlegu óþægindin hurfu eins og dögg fyrir sólu og ég gekk bara í gönguhóp til að fá útrás og hentist um fjöll og fyrndindi og það var bara hið besta mál.

En síðan fór ég að heyra að hormónar væru krabbameinsvaldandi og  ég var alltaf að hætta á þeim og það liðu kannski 3-6 mán og þá voru öll slæmu  einkennin komin aftur og svona gekk þetta hjá mér í nokkur ár eða þangað til læknir hjá Krabbameins félaginu sagði við mig “ ef plásturinn eykur lífsgæði þín skaltu vera á honum” það er alveg þess virði.

En það ekki ekkert sérstaklega mikið talað um þetta skeið í lífi okkar kvenna og ég hef rekið mig á að fyrir sumar konur er það feimnismál , kona á mínum aldri sagði mér sögu af því þegar hún fór í apótekið og spurði  um krem við þurkki í leggöngum ( það fylgir oft )  afgreiðslukonan sem var á hennar aldri  leit í kringum sig ( en þær voru bara tvær þarna) og hvíslaði" hvaða tegund viltu " konan  varð mjög hissa yfir þessum viðbrögðum jafnöldru sinnar.

En Blessunin við þetta breytingarskeið er sú að við konur  þurfum ekki að nota getnaðarvarnir og við hættum á blæðingum sem kannski hafa alltaf verið okkur erfiðar, við verðum sjálfsöruggari á þessu tímabili og vitum hvað við viljum og viljum ekki og látum ekki lækna segja okkur hvernig okkur á að líða við þorum líka að prófa nýja hluti og njótum oft lífsins allt öðruvísi heldur en þegar við vorum yngri.

Þuríður Pálsdóttir skrifaði mjög góða bók um þessi mál og sagði meðal annars í henni að við ættum að taka þessu tímabili í lífi okkar fagnadi þetta væri nýtt skeið og hvert skeið hefur sinn sjarma og ef við hugsum vel um okkur líkamlega og andlega getur þetta orðið okkar besti tími. Og muna svo að við erum sífellt á breytingarskeiði á hvað aldri sem er, en það eru bara misjöfn verkefni sem erum að takast á við hverju sinni.

Í dag fæ ég enn hitaköst en þeim hefur fækkað og nú vel ég að kalla  þau þroskaköst og auðvitað tek ég þeim fagnandi því hver vill ekki þroskast :)

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!