Kindalund og dásamleg stund !!!!
Mér datt í hug að kaupa kindalundir á tilboði í Krónunni og ætlaði bara að elda þær á þennan venjulega hátt en þegar ég var búin að opna pakkann þá fannst mér þetta svo lítill matur og ákvað því að gera eitthvað annað úr þeim og þá varð þessi til og hann bragðast bara mjög vel.
3 hvítlauksrif
2 tsk púðursykur
3 msk sojasósa
2 msk sesamfræ
1 biti eins og þumal nögl af fersku engifer
Sósan til að marinera kjötið í gerði ég svona: Setti sojasósu í skál og kreysti hvítlauk út í hana og næst setti ég svo púðursykur, hrærði þetta saman og reif síðan engiferið út í. Skar kjötið í góðar sneiðar og setii það síðan út í sósuna og hrærði í því.
Bætti svo sesamfræjunum út í og hrærði þetta vel saman með höndunum og lét kjötið liggja í þessu í 2 tíma.
Grænmetið sem fór út í réttinn:
3 meðal stórar gulrætur
1/2 púrrulaukur
1 rauð paprika ( var með mjóa langa )
1/2 zucchini
Setti 1 tsk af olíu á wok pönnu og skellti grænmeti út á pönnuna fyrst gulrótunum og mýkti þær í 3-5 mín og svo restina af grænmetinu og lét þetta vera aðar 3-5 mín og þá setti ég kjötið á pönnuna og brúnaði það í nokkrar mín og blandaði svo grænmetinu saman við og hellti restinni af sósunni út í.
Þetta var ljómandi gott og um að gera að velja það grænmeti sem okkur finnst gott og við erum í stuði fyrir hverju sinni og það er gott að hafa hrísgrjón, pasta eða bygg sem meðlæti með þessu.
Comments