Posts

Heimilið er heilagt

Image
Þú ert í góðum málum ef þér líður vel heima hjá þér ….En svo er hin hliðin á þessu máli að vilja helst ekki fara að heiman ! Það getur líka verið vandamál fyrir suma og ég er ein af þeim þessa dagana. Ef þú þarft alltaf að vera einhvers staðar nema heima,  skaltu velta fyrir þér ástæðunni , hvað er í gangi af hverju líður þér ekki vel heima, það geta verið margar ástæður fyrir því. Í indverskum fræðum er talað um að það skipti miklu máli að útidyrahurðinni sé vel við haldið og það gæti verið sniðugt að mála hana eða skreyta  með kransi eða einhverju öðru jafnvel þótt það séu ekki jól, það eru allskonar hugmyndir til á netinu til að skreyta. ( mig langar í svona rauða hurð á mitt hús) Ef við búum í einbýlishúsi, raðhúsi eða parhúsi getum við ráðið hvað við höfum við innganginn hjá okkur og það er mjög hlýlegt að hafa eitthvað sem býður mann velkominn. Ef við búum í blokk þá getum við allavega skreytt hurðina inn í íbúðina okkar að eigin vali. ...

Svínakjöt ala Júróvision

Image
Við ákváðum í gær að bjóða mömmu í júrómat og að horfa á keppnina með okkur en hún var eitthvað slöpp svo að við vorum bara þrjú til að elda fyrir og ég var búin að kaupa úrbeinaðan svínahnakka í matinn og var að velta því fyrir mér hvort við ættum að grilla hann. En það var nýbúið að bera á pallinn og hann var rennandi blautur eftir rigninguna svo að við ákváðum að vera ekki að setja grillið upp á hann strax og þá varð ég að finna eitthvað út úr því hvað ég ætti að gera við þetta kjöt og það rættist bara vel úr því ég setti pipar og salt á sneiðarnar og skellti þeim á pönnu með smá olíu á og brúnaði þær þar, setti þær síðan í ofnpottinn minn. Ég setti í blandara 100 gr af osti 26 % því að ég hélt að ég ætti parmesan en svo var ekki, 2 msk af brauðraspi 3 greinar af þurrkuðu rósmarín, 2 hvítlauksrif, 4 msk gult sinnep og svo á ég síðan í fyrra í frysti steinselju og hvítlauk fryst saman í litlar plastkúlur og ég setti 3 skammta af því út í ( samt ekki í plastinu) ...

Hvenær segir maður of mikið !

Image
Þegar ég vaknaði í morgun ákvað ég að skrifa um það sem hefur verið að brjótast um í mér að undanförnu. Ég fór fram úr upp úr níu og fékk ég mér kaffi og ristaða beiglu og hugsaði mín mál, kannski er ég að segja of mikið hérna á blogginu um sjálfa mig og gera mig berskjaldaða  og ætti bara að halda mig við einhverjar mataruppskriftir . Ég hugsaði með mér " en ég hef ekkert að fela "  ég er nú ekki að segja alveg  allt sem gerist hjá mér :) þótt ég skrifi mínar hugrenningar öðru hvoru, þannig að ég ætla bara að halda þessu áfram. Þetta blóm er að springa út í garðinum hjá mér er það ekki yndislegt og vafnvel þótt hann blási í dag og sé búinn að rigna þá er að hlýna í lofti ég finn það. En aftur að  hugrenningum dagsins, ég hef verið að skoða sjálfa mig mikið eins og ég áður sagt hérna og er alltaf að komast að einhverju nýju um mig eins og t.d. það sem ég hef verið að hugsa um núna en það er að ég þarf að vanda mig betur í samskiptum og hverju ég er a...

Hef ég kjark til að hlusta á innsæið mitt ?

Image
Öll höfum við eitthvað innra með okkur sem sumir kalla innsæi og það segir okkur  hvað er rétt og hvað er rangt við það  sem ég er að gera. Ég veit með mig að ég hef ekki alltaf hlustað á þetta innsæi mitt og meðvitað slökkt á því og hugsað með mér " þetta verður allt í lagi " en það hefur nú samt sýnt sig að ég hefði betur hlustað á innsæið. Þegar við erum börn þá erum við oft að taka þátt í t.d stríðni ( einelti ) en vitum að það er rangt en við gerum það samt til að falla í hópinn og líður svo illa yfir því að hafa tekið þátt, en það eru ekki bara börn sem gera þetta það er líka fullorðið fólk sem ætti að vita betur. En af hverju hlusta ég ekki á þetta innsæi mitt? Er það af því að ég hef ekki nógu mikla trú á mér eða er það af því að ég vil það bara ekki? Ég man eftir því fyrir nokkrum árum þá var ég einhleyp og kynntist ágætis manni og hitti hann í svolítinn tíma, en það var alltaf eitthvað sem ég var ekki sátt við eða þar að s...

Það sem okkur líkar ekki við hjá okkur sjálfum !!!

Image
Það sem okkur líkar ekki við í eigin fari á ekki að hafa meira vægi heldur en það sem okkur líkar við.  Það er svo auðvelt að gera lítið úr sjálfum sér og segja t.d " ég er svo mikill ansi "  en hvaða skilaboð erum við að senda okkur og þeim sem við erum fyrirmyndir fyrir ?, Ég held að þau séu ekki góð, ég hef t.d staðið mig að því að standa fyrir framan spegilinn og segja oooo ég er svo ömurleg og dætur mínar hafa hlustað á þetta og þessi skilaboð sem  eru mjög neikvæð og ekki gott vegarnesti fyrir þær Það er allt í lagi að vakna einn og einn morgun og líta í spegilinn og segja " herfa herfa láttu þig hverfa" en ef ég geri þetta  á hverjum morgni eða oft í mánuði þá þarf ég að hugsa mín mál og gera eitthvað í þessum ósköpum.  Ég er að taka mig á í þessum efnum og það er bara gott því að við erum aldrei of gömul til að gera breytingar eða til að læra nýja hluti.  Hugarfarið til okkar er lykilatriði í því hvernig okkur líður í eigin skinn...

" Þriðjudagar er súpu og grautardagar heima hjá mér "

Image
Ég var að elda súpu í gær og fór þá að velta því fyrir mér að það er kominn einhver hefð hjá mér að hafa súpu eða grauta á þriðjudögum, þetta er í sjálfu sér ágætt ég baka oft skonsur eða einhvað brauð með súpunni.  Eins og ég sagði er þetta gott og blessað og tækifæri til að prófa og þróa nýjar súpur en það er með þetta eins og allt annað það má ekki verða það mikill vani að allt fari í pat ef ég hef eitthvað annað í matinn. Ég er alveg viss um að ég er ekki ein um þetta og það skapast oft einhver hefð hjá okkur sem við erum kannski ekki mikið að spá í t.d hafa margir fisk á mánudögum og betri mat um helgar og svo framvegis við erum svo mikill vani og oft á sjálfstýringunni og erum kannski ekki mikið að velta þessu fyrir okkur. Ég held samt að yngra fólkið sé eitthvað að hrista upp í þessu og það er bara gott mál. Þessi þriðjudagur í gær var engin undantekning hjá mér og ég þróaði nýja súpu og bakaði bollur með henni og ætla að setja uppskriftina hérna inn, ég hélt á ...

Ef ég reikna með hinu besta í dag, hvaða stórkostlegu hlutir geta þá gerst?

Image
Já það er ótrúlegt hvaða áhrif það getur haft á okkur ef við reynum að horfa jákvætt á hlutina eða í það minnsta að sjá aðra hlið heldur en þessa neikvæðu. Þegar ég var barn las ég bókina um hana Pollýönnu og fannst hún alveg frábær og ég varð alltaf svo glöð eftir lesturinn. En það er nú bara þannig að lífið er alltaf að gera sig og við erum að takast á við allsskonar vekefni í lífinu og þau eru mis erfið og það er ekkert skrítið þótt við verðum döpur við og við og þá segi ég bara eins og hún Pollýanna " til þess að þekkja góða líðan, verð ég að hafa prófað slæma til að þekkja muninn. Þessi árstími finnst mér svo skemmtilegur þegar allt er að vakna til lífsins en á sama tíma hef ég í gegnum tíðin átt frekar erfitt á þessum tíma verið frekar í þyngri kantinum ( andlega:) og stundum líkamlega líka hehe en  í seinnitíð hef ég ekki fundið fyrir þessu og það er svo gott að finna munin og geta notið vorsins. Ég hef hitt fólk á lífsleiðinni sem hefur bara vanið sig á að ver...