Heimilið er heilagt
Þú ert í góðum málum ef þér líður vel heima hjá þér ….En svo er hin hliðin á þessu máli að vilja helst ekki fara að heiman ! Það getur líka verið vandamál fyrir suma og ég er ein af þeim þessa dagana. Ef þú þarft alltaf að vera einhvers staðar nema heima, skaltu velta fyrir þér ástæðunni , hvað er í gangi af hverju líður þér ekki vel heima, það geta verið margar ástæður fyrir því. Í indverskum fræðum er talað um að það skipti miklu máli að útidyrahurðinni sé vel við haldið og það gæti verið sniðugt að mála hana eða skreyta með kransi eða einhverju öðru jafnvel þótt það séu ekki jól, það eru allskonar hugmyndir til á netinu til að skreyta. ( mig langar í svona rauða hurð á mitt hús) Ef við búum í einbýlishúsi, raðhúsi eða parhúsi getum við ráðið hvað við höfum við innganginn hjá okkur og það er mjög hlýlegt að hafa eitthvað sem býður mann velkominn. Ef við búum í blokk þá getum við allavega skreytt hurðina inn í íbúðina okkar að eigin vali. ...