Hvenær segir maður of mikið !
Þegar ég vaknaði í morgun ákvað ég að skrifa um það sem hefur verið að brjótast um í mér að undanförnu. Ég fór fram úr upp úr níu og fékk ég mér kaffi og ristaða beiglu og hugsaði mín mál, kannski er ég að segja of mikið hérna á blogginu um sjálfa mig og gera mig berskjaldaða og ætti bara að halda mig við einhverjar mataruppskriftir . Ég hugsaði með mér " en ég hef ekkert að fela " ég er nú ekki að segja alveg allt sem gerist hjá mér :) þótt ég skrifi mínar hugrenningar öðru hvoru, þannig að ég ætla bara að halda þessu áfram.
Þetta blóm er að springa út í garðinum hjá mér er það ekki yndislegt og vafnvel þótt hann blási í dag og sé búinn að rigna þá er að hlýna í lofti ég finn það.
En aftur að hugrenningum dagsins, ég hef verið að skoða sjálfa mig mikið eins og ég áður sagt hérna og er alltaf að komast að einhverju nýju um mig eins og t.d. það sem ég hef verið að hugsa um núna en það er að ég þarf að vanda mig betur í samskiptum og hverju ég er að lofa fólki og hætta að segja kannski, segja bara frekar já eða nei. Ég hef bara ekki verið að átta mig á því að ég greri þetta, og mér þykir það mjög leitt, en eins og ég hef áður sagt það er aldrei of seint að breytast og bæta sig og það er svo gott að ég er þó búin að fatta þetta núna en ekki á elliheimilinu.
Ég held að ég geri þetta til að koma mér hjá því að særa fólk og þetta kemur örugglega úr frumbernsku ég er að reyna að hafa alla góða í kringum mig.
Það er ekki hægt að hafa alla ánægða ég verð bara að æfa mig í því að segja bara beint nei ef ég hef ekki tíma í eitthvað og já ef ég ætla að gera eitthvað, ekki vera með hálfgildis loforð um allan bæ og vera svo yfir mig stressuð að geta ekki staðið við þau.
Ég er viss um að ég er ekki eina mannveran í heiminum sem geri þetta og þetta er ósiður og algjör óþarfi og núna eig vinir og vandamenn bara eftir að heyra frá mér NEI NEI NEI og kannski eitt JÁ
ÉG VONA AÐ MÉR VERÐI FYRIRGEFIÐ ÉG ÆTLA ALLA VEGA AÐ FYRIRGEFA SJÁLFRI MÉR FYRIR ÞENNAN ÓSIÐ OG VINNA Í ÞVÍ AÐ BÆTA MIG Í SAMSKIPTUM EINS OG SVO MÖRGU ÖÐRU.
Comments