Ef ég reikna með hinu besta í dag, hvaða stórkostlegu hlutir geta þá gerst?
Já það er ótrúlegt hvaða áhrif það getur haft á okkur ef við reynum að horfa jákvætt á hlutina eða í það minnsta að sjá aðra hlið heldur en þessa neikvæðu. Þegar ég var barn las ég bókina um hana Pollýönnu og fannst hún alveg frábær og ég varð alltaf svo glöð eftir lesturinn. En það er nú bara þannig að lífið er alltaf að gera sig og við erum að takast á við allsskonar vekefni í lífinu og þau eru mis erfið og það er ekkert skrítið þótt við verðum döpur við og við og þá segi ég bara eins og hún Pollýanna " til þess að þekkja góða líðan, verð ég að hafa prófað slæma til að þekkja muninn. Þessi árstími finnst mér svo skemmtilegur þegar allt er að vakna til lífsins en á sama tíma hef ég í gegnum tíðin átt frekar erfitt á þessum tíma verið frekar í þyngri kantinum ( andlega:) og stundum líkamlega líka hehe en í seinnitíð hef ég ekki fundið fyrir þessu og það er svo gott að finna munin og geta notið vorsins. Ég hef hitt fólk á lífsleiðinni sem hefur bara vanið sig á að vera neitkvætt og eru algjörir snillingar að taka eftir því sem miður fer og á erfitt með að sjá þetta jákvæða, ég hef verið frekar dugleg að flýta mér í burtu frá þannig fólki því að það dregur úr mér alla orku, ég hef líka verið samferða fólki sem sér alltaf jákvæðar hliðar á málunum jafnvel þótt þetta fólki hafi gengið í gegnum mikla erfileika og ég ber svo mikla virðingu fyrir því fólki því að þrátt fyrir að hafa upplifað sorg þá getur það ennþá séð það góða bæði í manneskjunni og lífinu öllu.
Ég fann þessar fallegu myndir á netinu það er ekki kominn svona mikill gróður hjá mér ennþá :)
Ef ég vakna og bíð spennt eftir því að fara út í daginn og er jákvæð gagnvart því sem ég er að fara takast á við þann daginn þá gengur miklu betur hjá mér, og þá kemur oft eitthvað óvænt og skemmtilegt inn í daginn minn, en ef ég er neikvæð fyrirfram þá gengur ekki eins vel og ég tek ekki eftir þessu skemmtilega og óvænta sem er í kringum mig.
Ég hef líka tekið eftir því ef ég fer jákvæð út að ganga þá tek ég eftir hlutum sem gleðja augað en ef ég er neikvæð og er bara að gera þetta af því að ég á að gera það þá geng ég niðurlút sé ekki eins mikið af umhverfinu,
Það er náttúrlega mjög slæmt því að þá sé ég ekki allar skeljarnar, steinana og könglana sem ég rogast svo gjarnan með heim :)
Núna ætla ég að fara út á pall og pússa útihúsgögnin mín til að geta borið á þau olíu og haft þau fín í sumar þegar ég býð Pollýönnu heim.
munum bara að við ráðum ekki hvað gerist, heldur bara hvernig við tökum á því. :)
Comments