Hef ég kjark til að hlusta á innsæið mitt ?
Þegar við erum börn þá erum við oft að taka þátt í t.d stríðni ( einelti ) en vitum að það er rangt en við gerum það samt til að falla í hópinn og líður svo illa yfir því að hafa tekið þátt, en það eru ekki bara börn sem gera þetta það er líka fullorðið fólk sem ætti að vita betur.
En af hverju hlusta ég ekki á þetta innsæi mitt? Er það af því að ég hef ekki nógu mikla trú á mér eða er það af því að ég vil það bara ekki?
Ég man eftir því fyrir nokkrum árum þá var ég einhleyp og kynntist ágætis manni og hitti hann í svolítinn tíma, en það var alltaf eitthvað sem ég var ekki sátt við eða þar að segja innsæi mitt sagði mér að þetta væri ekki réttur maður fyrir mig en ég slökkti bara á þessum bjöllum og hugsaði með mér
" hvaða vitleysa er þetta ég er bara orðin svona skemmd " og held að allir séu eitthvað da.da.da. En þetta snérist ekki um alla heldur þennan eina mann og tilfinninguna um að hann hentaði mér ekki og á endanum var það þannig og ég hefði getað sparað mér særindin ef ég hefði farið eftir innæi mínu.
Þetta var ágætis maður en ekki fyrir mig og ég hef fundið fyrir þessu á fleiri sviðum í mínu lífi þar sem ég hefði átt að hlusta betur á mig og mínar tilfinningar( innsæi ) ég held að við höfum þetta öll það er bara spurning um hversu næm við erum á þetta hjá okkur og kannski höfum við ekkert verið að hugsa út í þetta.
Comments