Heimilið er heilagt
Þú ert í góðum málum ef þér líður vel heima hjá þér ….En svo er hin hliðin á þessu máli að vilja helst ekki fara að heiman ! Það getur líka verið vandamál fyrir suma og ég er ein af þeim þessa dagana.
Ef þú þarft alltaf að vera einhvers staðar nema heima, skaltu velta fyrir
þér ástæðunni , hvað er í gangi af hverju líður þér ekki vel heima, það geta verið margar ástæður fyrir því.
Í indverskum fræðum er talað um að það skipti miklu máli að útidyrahurðinni sé vel við haldið og það gæti verið sniðugt að mála hana eða skreyta með kransi eða einhverju öðru jafnvel þótt það séu ekki jól, það eru allskonar hugmyndir til á netinu til að skreyta. ( mig langar í svona rauða hurð á mitt hús)
Ef við búum í einbýlishúsi, raðhúsi eða parhúsi getum við ráðið hvað við höfum við innganginn hjá okkur og það er mjög hlýlegt að hafa eitthvað sem býður mann velkominn.
Ef við búum í blokk þá getum við allavega skreytt hurðina inn í íbúðina okkar að eigin vali.
Það skiptir líka máli hvernig forstofan er, hvort sem hún er lítil eða stór þá er hún fyrsta rýmið sem við komum inn í og líka gestirnir okkar, ef við erum ekki ánægð með hana getum við
prófaðað að breyta til og t.d málað eða sett myndir eða eitthvað annað sem þér dettur í hug það
skiptir miklu máli að það sé hlýlegt að koma inn heima hjá sér og að þú finnir
þessa ró sem við verðum að upplifa heima hjá okkur. Við eigum eftir að taka hana í gegn heima hjá okkur og það er eitthvað sem ég bíð spennt eftir , en það er ekki hægt að gera allt í einu.
Það er líka talað um það að litir hafi mikil áhrif á
okkur og ég er alveg sammála því, það er alls ekki sama hvað liti ég hef í
kringum mig. Finndu út fyrir þig hvaða litir hafa róandi áhrif á þig og hafðu
þá í þar sem það á við, svo getur verið gott að hafa örvandi og skapandi liti
þar sem þú ert að gera eitthvað skapandi….t.d. svefnherberginu eða eldhúsinu .)
Ef þú ert lítið fyrir liti á veggina þá er alltaf hægt að
hafa skemmtilega liti í kringum sig í púðum og allskonar skrauti. Ég skipti um
púða eftir árstíðum enda er ég púða og kertasjúk.
Það getur líka verið gott að setja upp sumargardínur ef
við erum með mjög dökkar yfir veturinn til að hleypa birtunni inn. Mér finnst
alltaf gott að þvo gluggana að utan og innan á vorin og líka gardínurnar það kemur svo gott loft í húsið.
Hvort sem við búum í blokk, einbýli eða parhúsi getum við ræktað
kryddjurtir utan dyra á sumrin og það gefur bæði góða lykt og hefur róandi áhrif
á okkur og veitir vellíðan að sjá eitthvað sem við erum að rækta sjálf vaxa og dafna, þar að
segja ef við höfum áhuga á því það eru ekki allir sem hafa hann og það er bara fínt.
Í heilsufræðunum er talað um að hafa ekki rafmagnstæki í svefnherberginu ef þú kemst hjá því, af því sumir telja rafsvið gleypa í sig orku og koma í veg fyrir slökun og við verðum að geta slakað á til að sofna.
Gott að hafa eitt herbergi á heimilinu þar sem engin rafmagstæki eru og þar er hægt að sitja og láta sig dreyma, slaka á og lesa eða gera handarvinnu t.d útsaum eða fluguhnýtingar :
Jákvæðir litir eftir ayurveda fræðum eru hvítt, gyllt, blátt eða fjólublátt, þeir eru taldir draga fram gleði og samhljóm. Auk þess sem þeir örva andlega hugsun, frið og ró. Brúnir, svartir eða gráir litatónar geta haft slæm áhrif á hugann.
Þessi kaka dregur allt þetta jákvæða í þessum litum fram í mér ég verð nú að segja það!!!!
Gott að muna að mestu skiptir að heimilið sé okkar griðarstaður og góðu fréttirnar eru að við getum málað, veggfóðrað, skreytt og skælt alveg eins og við viljum þar ......
Comments