Svínakjöt ala Júróvision
Við ákváðum í gær að bjóða mömmu í júrómat og að horfa á keppnina með okkur en hún var eitthvað slöpp svo að við vorum bara þrjú til að elda fyrir og ég var búin að kaupa úrbeinaðan svínahnakka í matinn og var að velta því fyrir mér hvort við ættum að grilla hann.
En það var nýbúið að bera á pallinn og hann var rennandi blautur eftir rigninguna svo að við ákváðum að vera ekki að setja grillið upp á hann strax og þá varð ég að finna eitthvað út úr því hvað ég ætti að gera við þetta kjöt og það rættist bara vel úr því ég setti pipar og salt á sneiðarnar og skellti þeim á pönnu með smá olíu á og brúnaði þær þar, setti þær síðan í ofnpottinn minn.
Ég setti í blandara 100 gr af osti 26 % því að ég hélt að ég ætti parmesan en svo var ekki, 2 msk af brauðraspi
3 greinar af þurrkuðu rósmarín, 2 hvítlauksrif, 4 msk gult sinnep
og svo á ég síðan í fyrra í frysti steinselju og hvítlauk fryst saman í litlar plastkúlur og ég setti 3 skammta af því út í ( samt ekki í plastinu) líka og í lokin til að þetta væri ekki þurrt þá setti ég 4 msk af rifsberjasaft sem ég var með á borðinu fyrir tilviljun.
Þessu smurði ég á kjötið og setti það inn í 200 gr heitan ofn og hafði lokið á pottinum í 10 mín og lækkaði svo hitann í 100 og lét þetta vera í ofninum í 45 mín.
og í lokin tók ég lokið af og setti grillið á en var búin að taka smá soð úr pottinum í sósu og í hana fór 1 dl af soði, 2 dl af vatni og einn svínateningur, síða setti ég 2 dl. af rifsberjaasaft og kryddaði hana til og þykkti og þetta varð mjög góð sósa.
Með þessu gerði ég kartöflur á pönnu og ég skar kartöflurnar í bita og hálfan rauðlauk
fyrst lét ég kartöflurnar brúnast aðeins á pönnunni þar sem ég hafði steikt kjötið á og það var salt og pipar á henni og síðan bætti é lauknum út í og steikti hann aðeins.
Síðan setti ég lokið á pönnuna og lækkaði hitann og þetta var að malla í svolitla stund gleymdi að taka tímann en það er svo gott að smakka þá bara kartöfluna til að athuga hvort hún sé farin að linast, ég tók svo lokið af í lokin og leyfði þeim að brúnast aðeins aftur. Kartöflurnar mega ekki verða alveg linar þá eru þær ekki góðar.
Og svona rétt í lokin smá slökunarráð:
Ef þú ert með ókláruð verkefni sem þér finnst þú verða
að leysa núna!
Þá er gott að setjast niður og skrifa lista og setja það sem er
mikilvægast efst, og hin svo í þeirri röð sem þér finnst mikilvæt að klára þau
þá sérðu svart á hvítu að þú þarft ekki að gera þetta allt í dag,
þetta getur valdið mikilli streitu hjá mörgum að hafa svona hangandi yfir sér.
Ég heyrði einu sinni hjá ungum manni alveg frábæra lausn á þessu máli
hann átti mörg óleyst verkefni og ákvað að skrifa eitt í einu á lítinn miða
og brjóta hann svo saman og setja alla miðana í skál og draga svo
einn á hverjum degi og gera bara það sem stóð á miðanum
þann daginn, þetta gerði hann daglega þar til
honum tókst að klára öll þessi erfiðu verkefni.
Sjálf erum við oft að setja óþarfa pressu á okkur með allskonar mál
sem við þurfum ekki endilega að klára í dag, og stundum missum við af sólinni eða einhverju skemmtilegu af því að við erum svo upptekin af áhyggjum.
Leysum verkefnin en látum þau ekki stjórna lífi okkar!!!
Comments