" Þriðjudagar er súpu og grautardagar heima hjá mér "
Ég var að elda súpu í gær og fór þá að velta því fyrir mér að það er kominn einhver hefð hjá mér að hafa súpu eða grauta á þriðjudögum, þetta er í sjálfu sér ágætt ég baka oft skonsur eða einhvað brauð með súpunni.
Eins og ég sagði er þetta gott og blessað og tækifæri til að prófa og þróa nýjar súpur en það er með þetta eins og allt annað það má ekki verða það mikill vani að allt fari í pat ef ég hef eitthvað annað í matinn.
Ég er alveg viss um að ég er ekki ein um þetta og það skapast oft einhver hefð hjá okkur sem við erum kannski ekki mikið að spá í t.d hafa margir fisk á mánudögum og betri mat um helgar og svo framvegis við erum svo mikill vani og oft á sjálfstýringunni og erum kannski ekki mikið að velta þessu fyrir okkur.
Ég held samt að yngra fólkið sé eitthvað að hrista upp í þessu og það er bara gott mál.
Þessi þriðjudagur í gær var engin undantekning hjá mér og ég þróaði nýja súpu og bakaði bollur með henni og ætla að setja uppskriftina hérna inn, ég hélt á tímabili að þessi súpa yrði einhver hörmung en það rættist vel úr henni :)
Súpuna ætla ég að kalla kjúklingasúpu með suðrænum blæ
2 tsk olía
3 gulrætur
1/2 stór laukur
3 kjúklinga bringur
4 tómatar
1 hálfdós saxaðir tómatar
1/2 rauður chilli pipar
1/2 dós gular baunir
3 matskeiðar bygg
1 tsk kóriander
1 tsk karrí
nokkrar flögur af chilli kryddi
2 hvítlauksrif, salt og pipar
1/2 sæt kartafla
Ég byrjaði á því að setja olíu í pott og út í hana setti ég hvítlauk, lauk, smáttskorin chilli og allt kryddið, lét þetta malla þar til laukurinn var mjúkur.
Lét þær hitna vel í gegn og þá bætti ég vatninu og teningunum í pottinn, því næst skar ég tómatana í bita og setti þá út í og líka tómatana í dósinni lét sjóða í 10 mín. Þá skar ég kjúklinginn á öðru bretti í sneiðar og bætti honum út í og lét þetta sjóða í 10 mín í viðbót
Þá seti ég gulu baunirnar, sætu kartöflurnar og byggið út í og lét þetta sjóða við lágan hita í 20 mín eða þar til byggið og kartöflurnar var soðið þá smakkaði ég súpuna og fannst eithvað vanta í hana og var ekki viss hvað það væri svo að ég bætti 2 tsk af púðursykri út í og 4 msk af þeittum rjóma sem ég átti í ísskápnum.
Ég setti eitthvað smá af salti og pipar í lokin og það er um að gera að smakka sína súpu til að sínum smekk því að smekkurinn er svo misjafn hjá okkur en á endanum varð þetta ótrúlega góð súpa og ég skrifaði uppskriftina hérna til að muna eftir henni seinna, en þá er ég vís til að breyta henni aðeins það er svo gaman. Þegar ég var hálfnuð við að gera þessa súpu hélt ég að hún væri ónýt og að ég þyrfti að henda henni.
Með súpunni bakaði ég bollur sem eru mjög auðveldar og fljótlegar .
1/4 bolli smjör, smjörlíki eða olía ( ég hætti við að nota smjör og notaði olíu )
2 bollar hveiti það má líka minnka hveitið og setja heilhveiti
1 tsk sykur eða 1/2 tsk hunang ( ég notaði púðursykur átti ekki hunang)
3 tsk lyftiduft
1 tsk salt
1 bolli mjólk
Hrærið öllu varlega saman í skál passa að hræra ekki og mikið því að þá verða bollunar seigar, deigið var frekar feitt en ég tók eina matskeið og setti á bökunarplötu sem var með bökunarpappír.
Bakað í 10 mín í 220 gr. heitum ofni.
úr þessum skammti af deigi fékk ég átján bollur þær voru fínar með súpunni en það hefði líka verið allt í lagi að hafa þær færri og stærri, þær minntu mig svolítið á enskar skonsur.
1 slökunarráð í lokin:
Kamillute hefur undraverð áhrif á okkur. Hitið ykkur könnu af kamillute að kvöldi til, notið 2 poka og látið þá standa í heitu vatninu smá stund, takið tepokana úr og kælið þá. Þetta te hefur róandi áhrif á okkur og þess vegna er gott að drekka það að kvöldi til, þá er um að gera að setja tepokana yfir augun til að draga úr þrota.
Í kvöld ætla ég að fara að sofa róleg og afslöppuð af kamillute og slétt og fín eftir tepokana.
Comments