Það sem okkur líkar ekki við hjá okkur sjálfum !!!
Það sem okkur líkar ekki við í eigin fari á ekki að hafa meira vægi heldur en það sem okkur líkar við.
Það er svo auðvelt að gera lítið úr sjálfum sér og segja t.d " ég er svo mikill ansi "
en hvaða skilaboð erum við að senda okkur og þeim sem við erum fyrirmyndir fyrir ?, Ég held að þau séu ekki góð, ég hef t.d staðið mig að því að standa fyrir framan spegilinn og segja oooo ég er svo ömurleg og dætur mínar hafa hlustað á þetta og þessi skilaboð sem eru mjög neikvæð og ekki gott vegarnesti fyrir þær
Það er allt í lagi að vakna einn og einn morgun og líta í spegilinn og segja " herfa herfa láttu þig hverfa"
en ef ég geri þetta á hverjum morgni eða oft í mánuði þá þarf ég að hugsa mín mál og gera eitthvað í þessum ósköpum. Ég er að taka mig á í þessum efnum og það er bara gott því að við erum aldrei of gömul til að gera breytingar eða til að læra nýja hluti. Hugarfarið til okkar er lykilatriði í því hvernig okkur líður í eigin skinni og ef ég er stanslaust að gera lítið úr sjálfri mér bæði í einrúmi og í heyranda hljóði þá er ekki von á góðu, ég þarf að koma vafnvel fram við sjálfa mig eins og ég kem fram við aðra og sýna mér sömu virðingu.
Þetta er forsesta frú Bandaríkjana, kona með mikla útgeislun og er fyrirmynd margra kvenna og að mínu mati að nota vel sína stöðu í þjóðfélaginu til að hvetja konur áfram.
Mér finnst ég heppin að þurfa ekki að fara svona klædd út á morgnana þótt mér hafi nú stundum liðið þannig að ég vildi helst vera ósýnileg, en mér skilst að sumar konur í þeim löndum þar sem þetta er siður kjósi að vera svona klæddar og finnst það þægilegt á meðan aðrar vilja hafa frelsi til að ákveða hvort þær vilji nota Burkur eða ekki.
Ég fékk þessar myndir á veraldrarvefnum og mér finnst svo gaman að sjá hversu margbreytilegt mannfólkið er og það sem þykir fallegt í einu landi er kannski ljótt í öðru, en það er um að gera að vera sáttur við sjálfan sig, koma vel fram við sig og hætta að tala sig niður ef við gerum það, því að " aðgát skal höfð í nærveru sálar " á líka við okkur ekki bara annað fólk.
Það er svo auðvelt að gera lítið úr sjálfum sér og segja t.d " ég er svo mikill ansi "
en ef ég geri þetta á hverjum morgni eða oft í mánuði þá þarf ég að hugsa mín mál og gera eitthvað í þessum ósköpum. Ég er að taka mig á í þessum efnum og það er bara gott því að við erum aldrei of gömul til að gera breytingar eða til að læra nýja hluti. Hugarfarið til okkar er lykilatriði í því hvernig okkur líður í eigin skinni og ef ég er stanslaust að gera lítið úr sjálfri mér bæði í einrúmi og í heyranda hljóði þá er ekki von á góðu, ég þarf að koma vafnvel fram við sjálfa mig eins og ég kem fram við aðra og sýna mér sömu virðingu.
Ég set rósir sem ég fæ í vatn og oft fylgir með einhver næring til að setja út í vatnið og þetta geri ég samviskusamlega til að rósirnar mínar lifi, ég gef líka pottaplöntunum mínum vatn og næringu til að þær verði fallegri.
Það er gott að staldra við og hugsa um hvaða andlegu næringu er ég að gefa sjálfum mér ? og hvernig kem ég fram við mig? er ég dugleg að vökva mig með einhverju góðu ? Eða er ég bara stöðugt að segja við mig ég er nú algjör asni, með svo stóran rass og vildi að ég væri grennri, vildi að ég væri svona en ekki svona.
Reynum að vera ánægðar í eigin skinni og fagna því að við erum ekki allar alveg eins. Og hvað er fegurð ?
Mér finnst þessi algjört æði hún kann svo sannarlega að hafa gaman að lífinu, en hún er frá Kúbu og þegar ég kom þangað þá hittti ég fullt af frænkum mínum sem voru með fallegan bossa og kunnu sko að nota hann þegar þær dönsuðu salsa og ég lærði hjá þeim að kunna að meta minn.
Þessi kona er í miklu uppá haldi hjá mér hún er hæfileikarík og frábær leikona, ótrúlega falleg og hefur góða útgeislun og sýnir að mínu mati svo vel hvað það skilar sér vel að hafa góða sjalfsmynd og hvíla vel í eigin skinni.
Þetta er forsesta frú Bandaríkjana, kona með mikla útgeislun og er fyrirmynd margra kvenna og að mínu mati að nota vel sína stöðu í þjóðfélaginu til að hvetja konur áfram.
Þetta eru fallegar konur frá Indlandi veit ekki nánari deili á þeim.
Mér finnst ég heppin að þurfa ekki að fara svona klædd út á morgnana þótt mér hafi nú stundum liðið þannig að ég vildi helst vera ósýnileg, en mér skilst að sumar konur í þeim löndum þar sem þetta er siður kjósi að vera svona klæddar og finnst það þægilegt á meðan aðrar vilja hafa frelsi til að ákveða hvort þær vilji nota Burkur eða ekki.
Ég fékk þessar myndir á veraldrarvefnum og mér finnst svo gaman að sjá hversu margbreytilegt mannfólkið er og það sem þykir fallegt í einu landi er kannski ljótt í öðru, en það er um að gera að vera sáttur við sjálfan sig, koma vel fram við sig og hætta að tala sig niður ef við gerum það, því að " aðgát skal höfð í nærveru sálar " á líka við okkur ekki bara annað fólk.
Ég ber líka mikla virðingu nú orðið fyrir þessari konu og finnst hún bara oftast alveg ágæt og er að reyna að vanda mig í því hvernig ég kem fram við hana og það tekst alltaf betur og betur og á meðan mér fer fram í því ætla ég bara að vera ánægð með mig.
Comments