Eplakaka og sáning
það er eitthvað svo friðsælt og fallegt við epli og svo er svo lykta þau dásamlega, ég fór og verslaði fyrir helgina og keypti epli til að borða og svo keypti ég matarepli á 50 kr. pokann og það voru fjögur epli í pokanum og ég fjárfesti í tveimur pokum. Og af því að það var sunnudagur í gær ákvað ég að baka eplakökuna hennar Línu hún klikkar aldrei, ég hef ekki hugmynd um hver hún er þessi Lína ( kannski Langsokkur hver veit) Það sem þarf í hana er: 250 gr. smjör 250 gr. sykur ( ég setti 180gr,) 2 egg 250 gr. hveiti 1 tsk. lyftiduft 1/2 dl. mjólk 4 epli kanilsykur möndlur ( ef vill) Hrærið smjörið þar til það er orðið lint, bætið sykrinum út í og hrærið vel síðan eru eggin sett út í eitt í senn. Bætið hveitinu og lyftiduftinu út í smátt og smátt, og ...