Það er líka smíðað í Brattholtinu.
Eru þær ekki fallegar þessar skálar sem bóndinn var að klára ? Hann er listasmiður og það leikur allt í höndunum á honum. Já við erum alltaf að bralla og malla eitthvað og það er bara gott að hafa heilsu í það. Í dag hefur verið vetrarveður hérna í borginni og erfitt að komast leiðar sinnar, það er ekki nema vika síðan að ég var út í garði að skoða graslaukinn sem var byrjaður að grænka og rababara hnúðar voru farnir að sjást og ég fann fyrir vorfiðringi í höndum og fótum og langaði að byrja að vinna í garðinum en auðvitað vissi ég að það var of snemmt. Ég setti niður basílikufræ síðast í febrúar og nú eru þau komin upp og einning setti ég niður hvítlauk sem var farin að spíra og hann er kominn upp og ég er farin að nota hann. Og eftir c.a 3 vikur verð ég farin að nota ferska basilikku í matinn. Í síðustu viku setti ég hérna inn geðorðin 10 og ákvað að taka eitt þeirra fyrir í viku og byrjaði á því 1. sem segir að það sé allt léttara ef maður er jákvæ...