Posts

Það er líka smíðað í Brattholtinu.

Image
Eru þær ekki fallegar þessar skálar sem bóndinn var að klára ?  Hann er listasmiður og það leikur allt í höndunum á honum. Já við erum alltaf að bralla og malla eitthvað og það er bara gott að hafa heilsu í það. Í dag hefur verið vetrarveður hérna í borginni og erfitt að komast leiðar sinnar, það er ekki nema vika síðan að  ég var  út í garði að skoða graslaukinn sem var byrjaður að grænka og rababara hnúðar voru farnir að sjást og ég fann fyrir vorfiðringi í höndum og fótum og langaði að byrja að vinna í garðinum en auðvitað vissi ég að það var of snemmt. Ég setti niður basílikufræ síðast í febrúar og nú eru þau komin upp og einning setti ég niður hvítlauk sem var farin að spíra og hann er kominn upp og ég er farin að nota hann. Og eftir c.a 3 vikur verð ég farin að nota ferska basilikku í matinn. Í síðustu viku setti ég hérna inn geðorðin 10 og ákvað að taka eitt þeirra fyrir í viku og byrjaði á því 1. sem segir að það sé allt  léttara ef maður er jákvæ...

Berjalummur og lúxusinn að vera með rennandi vatn :

Image
Það standa yfir breytingar á baðinu heima hjá mér sem er bara gaman og ég tala nú ekki um þegar þær verða búnar.  Þegar vaskurinn var tekinn ( það eru 5 dagar síðan) þá áttaði ég mig á því hvað það er mikill lúxus að hafa rennandi vatn og vask á baðheberginu.  Ég staulast hálf blind á nóttinni fram í þvottahús til að þvo mér um hendurnar ef ég þarf að fara á klósettið :) Það er svo margt sem við tökum sem sjálfsögðum hlutum. Þetta kemur allt einn dag í einu og þolinmæðin þrautir vinnur allar og allt það, það mætti halda að ég væri búin að vera í páskaeggjaáti  er eins og talandi málsháttur :)   Lummuandinn kom yfir mig í gær og auðvitað  hlýddi ég honum og bakaði nokkrar lummur og læt uppskriftina fylgja hérna: 500 gr. hveiti 2 sk. lyftiduft 100 gr. sykur  ( ég minnka sykurmagnið ) 1/2 tsk. hjartarsalt 8 dl. mjólk 2 egg 1 tsk. vanilludropar 300 gr. bláber eða krækiber 150 gr. rifið marsipan ( það fæst ódýrt í bleikum pakka í bónus) s...

Að vera eða vera ekki !!!

Image
 Ég fékk þessa fallegu túlipana frá góðri vinkonu minni þegar hún kom í heimsókn í fyrradag. Hún vildi með þeim óska mér alls hins besta þegar ég mæti í vinnu 1.mars. Ég er búin að vera frá vinnu í fimm mánuði vegna veikinda og er að byrja hálfan daginn á föstudag og það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því, það er líka búið að gera breytingar á starfinu mínu á meðan ég var frá og það verður áskorun að takast á við það líka, en ég veit að ég á gott fólk að á vinnustaðnum mínum og ég fer full af jákvæðni og tilhlökkun til baka og vonandi tilbúin til að takast á við ný og spennandi verkefni. Vinnan  hefur gefið mér svo mikið í gegnum tíðina og hefur verið mjög stór partur af mínu lífi, og þegar ég þurfti að fara í veikindarfrí þá fann ég fyrir mikilli skömm, ég var ekki fótbrotin eða með líkamleg mein það sást ekki utan á mér að eitthvað væri að. Það tók mig þrjá mánuði að komast yfir skömmina og að sætta mig við það að vera veik, ég held að þá fyrst hafi mér byrjað a...

Að setja sér markmið og búa til kjötbollur

Image
Geðorðin 10. 1. Hugsaðu jákvætt það er léttara 2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um 3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir 4. Lærðu af mistökum þínum 5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina 6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig 8. Gefstu ekki upp, velgegni í lífinu er langhlaup 9. finndu og ræktaðu hæfileika þína 10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast Það er mikill sannleikur í Geðorðunum og ég ætla að setja mér það markmið að taka eitt fyrir í einu og gefa mér viku í hvert fyrir sig , og ætla að byrja í dag því að það er enginn dagur betri en dagurinn í dag til þess. Eftir viku geri ég svo upp hvernig mér gekk að vera jákvæð :) og tek fyrir það næsta á listanum, í dag er ég jákvæð og þakklát fyrir heilsuna það er ekki sjálfgefið að heilsan sé góð og við tökum því of oft sem sjálfsögðum hlut og gleymum að þassa upp á okkur. En að öðru: Í gær gerði ég kjötbollur í frystinn það er svo go...

Árverkni/Gjörhygli Kartöflusúpa

Image
Fyrir mörg okkar getur verið erfitt að vera hér og nú eða vera í núinu eins og sagt er, ég er ein af þeim sem á erfitt með það núna. Í mörg ár stundaði ég hugleyðslu og átti mjög auðvelt með að vera í núinu en svo hætti ég því smátt og smátt og á endum alveg og ég fékk svo sannarlega að finna fyrir því streitan tók alveg yfir í mínu lífi. En við getum alltaf bætt okkur og ég er  farin að stunda Mindfulness/ Árverkni eða gjörhygli eins og það heitir  á íslensku,  og er á námskeiði á mánudögum í því, og geri svo æfingar heima. Ég var á Heilsustofnun í Hveragerði í byrjun árs í 4 vikur og þar iðkaði ég þetta daglega og er farin að finna mikinn mun á mér. Ég tek betur eftir því hvað tilfinningar koma upp í mismunandi aðstæðum og hvaða áhrif þær hafa á líkamann minn. í Hveragerði ég fór á dagsnámskeið í listaþerapíu  það var frá 9-15 og við byrjuðum á að hugleiða og svo fórum við að mála og þetta gerðum við 3x,  eftir hádegismat  skoðuðum v...

Konudags hugleiðing

Image
  Haltu áfram að stíga skref í átt að því sem þig dreymir um,  Mörg lítil skref gera gæfumunin. Allt í einu getur draumur þinn orðið að veruleika. Í dag var ég  að taka til í skápum og skúffum  og hugsaði  mikið á meðan, t.d hvað langar mig að gera í framtíðinni eða  er ég kannski orðin of gömul fyrir drauma um hana? Nei við megum  aldrei  verða of gömul fyrir drauma,  og ég á mér ennþá drauma og ætla að gera mér lista yfir þá og setja hann hérna þá verða þessir draumar mínir sýnilegir og ég get farið að stíga skref í áttina að þeim. 1. Leika við barnabörnin þegar þau koma 2. Ganga Jakobsveginn með Ruth vinkonu minni þegar hún verður sextug. 3. Læra ítölsku og fara til ítalíu og vera þar í að m.k mánuð. 4. Vera fararstjóri erlendis. 5. Dansa tangó í Argentínu. 6. Fara á námskeið til að læra ljósmyndun. 7. Skrifa bók. 8. Sitja á vinstri bakka Signu í París og mála mynd. 9. Flytja fyrirl...

Fræ eru fyrirheit:

Image
Já það er satt að fræin bera með sér fyrirheit um að úr þeim verði planta. Ég fór yfir fræstöðuna á mínu heimili í gær og komst að því að ég á ýmislegt til en vantar kryddjurtarfræ. En ég fann samt Basilíkufræ sem ég ætla að setja niður í dag. Það sem gott er hafa þegar þetta er gert: 2 blómapottar 22-23 cm í þvermál vikur eða leirkúlur til að setja í botninn á pottinum mold, plast til að setja yfir pottana og svo er gott að hafa bakka eða undirdisk og einn pakka af fræjum. Setjið lag af vikri í botninn á pottunum og fyllið þá af mold, en passið að það sé ekki alveg upp að barminum svo að það sé gott að vökva vel. Þjappið moldina vel og vökvið þar til öll moldin er vel blaut stráið þá fræjunum yfir og setjið svo þunnt lag af mold yfir og notið svo úðabrúsa til að bleita þá mold því fræin skolast til ef vökvað er með venjulegum hætti. Etir 20-30 mín. er ágætt að skoða hvort fræin séu öll ofan í moldinni, því að þá hafa þau tútnað út og sjást vel á yfirborðinu. Ýtið þeim þá niður...