Það er líka smíðað í Brattholtinu.


Eru þær ekki fallegar þessar skálar sem bóndinn var að klára ?  Hann er listasmiður og það leikur allt í höndunum á honum. Já við erum alltaf að bralla og malla eitthvað og það er bara gott að hafa heilsu í það.

Í dag hefur verið vetrarveður hérna í borginni og erfitt að komast leiðar sinnar, það er ekki nema vika síðan að  ég var  út í garði að skoða graslaukinn sem var byrjaður að grænka og rababara hnúðar voru farnir að sjást og ég fann fyrir vorfiðringi í höndum og fótum og langaði að byrja að vinna í garðinum en auðvitað vissi ég að það var of snemmt.

Ég setti niður basílikufræ síðast í febrúar og nú eru þau komin upp og einning setti ég niður hvítlauk sem var farin að spíra og hann er kominn upp og ég er farin að nota hann. Og eftir c.a 3 vikur verð ég farin að nota ferska basilikku í matinn.


Í síðustu viku setti ég hérna inn geðorðin 10 og ákvað að taka eitt þeirra fyrir í viku og byrjaði á því 1. sem segir að það sé allt  léttara ef maður er jákvæður.

Þessa viku hef ég verið að æfa mig í þessu og mér hefur tekist misvel upp, suma dagana var ég mjög jákvæð og bjartsýn en svo voru líka dagar þar sem mér tókst það ekki og þannig er lífið ég held áfram að æfa mig í jákvæðni og eins og sagt er æfingin skapar meistarann og það er aldrei að vita nema ég verði komin með meistarabréf í jákvæðni í haust :)

Og þegar við erum jákvæð þá erum við að planta fræjum sem eiga eftir að blómstra hjá einhverjum eins og í blómapottunum mínum núna :)

2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um er næst og ég ætla að skoða það þessa viku hvernig ég er að gera það og stundum getur verið óþægilegt að horfast í augu við það sem betur mætti fara en á endanum borgar það sig.
Þannig að ég ætla að reyna mitt besta það er ekki hægt að fara fram á meira en það eða hvað?

Það er gott að muna eftir fuglunum þegar veðrið versnar og gefa þeim brauðafganga, epli og ef það er einhver fita sem þið eruð að skera frá þá þiggja þeir það með þökkum.

Mín ósk til ykkar er að þið eigið öll kósý kvöld heima á meðan veðrið gengur yfir.:)

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!