Berjalummur og lúxusinn að vera með rennandi vatn :

Það standa yfir breytingar á baðinu heima hjá mér sem er bara gaman og ég tala nú ekki um þegar þær verða búnar.

 Þegar vaskurinn var tekinn ( það eru 5 dagar síðan) þá áttaði ég mig á því hvað það er mikill lúxus að hafa rennandi vatn og vask á baðheberginu.
 Ég staulast hálf blind á nóttinni fram í þvottahús til að þvo mér um hendurnar ef ég þarf að fara á klósettið :) Það er svo margt sem við tökum sem sjálfsögðum hlutum.


Þetta kemur allt einn dag í einu og þolinmæðin þrautir vinnur allar og allt það, það mætti halda að ég væri búin að vera í páskaeggjaáti  er eins og talandi málsháttur :)


  Lummuandinn kom yfir mig í gær og auðvitað  hlýddi ég honum og bakaði nokkrar lummur og læt uppskriftina fylgja hérna:

500 gr. hveiti
2 sk. lyftiduft
100 gr. sykur  ( ég minnka sykurmagnið )
1/2 tsk. hjartarsalt
8 dl. mjólk
2 egg
1 tsk. vanilludropar
300 gr. bláber eða krækiber
150 gr. rifið marsipan ( það fæst ódýrt í bleikum pakka í bónus)
smjörklípa
172 - 1 dl. flórsykur

Setjið hveitið, lyftiduft, hjartarsalt og sykur saman í stóra skál. Bætið 5 dl af mjólk út í og hrærið saman.
 Setjið egg saman við eitt og eitt í einu og hrærið vel, bætið afganginum af mjólkinni út í ásamt vanilludropum, berjum og marsípani.

Bræðið smávegis af smjöri ( ég set olíu og smjör saman því að smjörið vill brenna). Setjið litlar lummur á pönnuna 3-4 eftir því hvað pannan er stór.

Bakið þangað til þær eru ljósbrúnar (passa hitann á hellunni ég er með hitann á 6 hjá mér).

Stráið flórsykri yfir, þetta eru ca 30 stk. og það er hægt að gera bara helminginn af þessari uppkrift,

Þegar dóttir mín útskrifaðist sem stúdent í fyrra vor þá bað hún mig að baka svona lummur fyrir veisluna því að þær eru svo góðar.

Nú er um að gera að ganga í lummu klúbbinn og prófa þessa uppskrift ( held að ég hafi fengið hana úr Gestgjafanum)
Það er líka hægt að breyta til og setja rúsínur út í fyrir þá sem elska þær, ég hef sett eplabita og kanil út í mínar og það var líka gott.
Ég hef líka prófað að setja banana út í og minnkað sykurinn og haft þær með í bröns og þá voru þær smurðar með smjöri, mjög gott.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!