Posts

Showing posts from April, 2014

Veiði sumarið er byrjað !!!

Image
Þá er það byrjað blessað veiði sumarið og við búin að fara í fyrstu ferð til að bleita aðeins stangirnar og viðra vöðlurnar, en við vorum bara í c.a þrjá tíma á föstudagskvöldið síðasta. Við sóttum Kleifarvatn heim og það tók á móti okkur í allri sinni fegurð eins og sjá má þessum myndum, það er alveg sama hversu oft ég kem þarna mér finnst þetta umhverfi alltaf jafn fallegt  og svo friðsælt. Það er partur af veiðiferðunum að finna þessa kyrrð allt í kring um sig og vera bara hér og nú með stöngina sína og það er ekkert að trufla mann, jafnvel þótt enginn fiskur láti sjá sig þá kem ég alltaf vel nærð andlega heim og það finnst mér svo frábært við þetta áhugamál okkar. Nú ef maður er svo heppinn að fá fisk þá er ánægjan bara meiri en það sem ég þarf að gera í sumar er að vera duglegri með flugustöngina mína ég hef verið með einhverja minnimáttarkennd að nota hana því að köstin eru svo skrítin hjá mér en það verður enginn óbarinn biskup stendur einhversstaðar, ...

Höldum ljósinu okkar við ! Gleðilegt sumar

Image
Til að viðhalda ljósi á lampanum okkar, þurfum við að bæta reglulega  á hann olíu. Móðir Teresa. Hvernig höldum við loganum okkar við ? jú með því að hugsa vel um okkur andlega og líkamlega, konum hættir til að gleyma þessu og láta þarfir annara ganga fyrir sínum og verða svo pirraðar yfir því. Það hugsar enginn um okkur ef við gerum það ekki sjálfar og þess vegna verðum við að gefa okkur tíma til að setja olíu á lampann okkar hvort sem við gerum það með  að stunda hugleiðslu, jóga, sund eða hvað annað sem við þurfum að gera til þess.  Það eru nú 24 tímar í sólarhringnum og við erum oft að vinna 8-10 tíma á dag og svo erum við mæður, systur, dætur, vinkonur og stundum eiginkonur og margar konur sem ég hef talað við í gegnum tíðina eru stöðugt með móral yfir því að sinna sjálfum sér. Þetta er ekki gott og ég þekki það vel á eigin heilsu hvað ég hefði mátt gera betur í þessum málum og þess vegna er ég að skrifa þetta til að minna mig á að ég ber ábyrgð á mí...

Sítrónur framhald :)

Image
Það eru til endalaust  margar góðar uppskriftir með sítrónum og ég ætla að skella nokkrum hérna inn bæði hef ég sjálf prófað einhverjar ,síðan eru líka einhverjar sem ég ætla að prófa. Pönnukökur með sítrónu-ystingi eða lemon curd og smá rjóma er bara dásemd, flestir eiga sína uppáhalds pönnuköku uppskrift en ég sjálf er búin að baka þær í svo mörg ár að ég nota enga uppskrift. Sonur minn gaf mér fyrir einhverjum árum síðan 3 bækur sem hún Sigurveig Káradóttir skrifaði og ég hef oft kíkt í þær og það er sérstaklega ein sem ég skoða oft og hún heitir Sultur allt árið og þótt bókin sé lítil þá eru margar góðar uppskriftir í henni, og ég prófaði í fyrsta skiptið að gera lemon curd eftr henni og það gekk mjög vel. Lemon curd ( Sigurveig Káradóttir ) 3 stór egg 150 gr sykur 100 ml sítrónusafi 75 gr smjör Aðferð: Allt nema smjörið sett í stálskál og hrært  með handpíski yfir vatnsbaði á lágum til meðalhita þar til það fer að þykkna. Þá er sm...

Betra að borða súrt en vera súr í bragði

Image
Sítrónur eru yndislegar  bæta og kæta og svo eru þær svo fallegar að það er hægt að nota þær í allskonar skreytingar. En bara í fallegri skál á borði eru þær strax orðnar skreyting. Um þessar mundir eru margir að drekka sítrónuvatn og það á að bæta heilsuna svo um munar og ég sjálf hef oft fengið mér  safa úr hálfri sítrónu í bolla og heitt vatn út í og drukkið, ef mér er að verða illt í hálsinum eða kvefuð þær eru mjög C-vítamín ríkar. Nú til að þetta virki  þá verðurm við að drekka sítrónuvatn daglega í einhvern tíma til að finna muninn segja þeir sem eru að ráðleggja þetta , því að þetta virkar ekki ef við gerum þetta dag og dag eins og mér hættir til. Ég fann þetta á veraldarvefnum : 1. Styrkir ónæmiskerfið. Sítrónur eru ríkar af C-vítamíni sem eru góðar í baráttunni við kvef. C-vítamín styrkir vefi líkamans. 2. Kemur jafnvægi á PH gildi. Sítrónur eru basískar hvort sem þú trúir því eða ekki. Af öllu nútímafæðinu sem við borðum (öllu hveitinu og ...

Endurvinna og áhugamálum að sinna !

Image
 Þá er langþráð pákafrí orðið að veruleika og fimm daga frí framundan en þegar veðurspáin var skoðuð þá kom í ljós að áhugamálið verður ekki mikið stundað þessa páskadaga sem framundan eru. En það er aldrei að vita hvernig verðrið kemur til með að haga sér  en ég verð að viðurkenna að ég var komin með fiðring í magann og tærnar að prófa stöngina þetta vorið. Nú ef það verður ekki hægt að veiða  þá er örugglega margt sem hægt er að gera  t.d. fara í gönguferðir, föndra, lesa og bara hvíla sig og hafa það gott,  ég er að læra ítölsku og get gert nokkrar æfingar í henni næstu daga og hver veit nema ég verði búin að læra 20 nú orð að lokum. Ég hef sagt ykkur frá því hérna að ég safna öllu mögulegu og á erfitt með að henda því sem hægt er að nýta og ég var að þvo og taka miðana af þessum fínu glerflöskum og get notað þær undir kryddolíur eða undir saftina í haust. Óþarfi að kaupa flöskur undir hana ef hægt er að endurnýta það sem fe...

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Image
 Mér datt í hug að kaupa kindalundir á tilboði í Krónunni og ætlaði bara að elda þær á þennan venjulega hátt en  þegar ég var búin að opna pakkann þá fannst mér þetta svo lítill matur og ákvað því að gera eitthvað annað úr þeim og þá varð þessi til og hann bragðast bara mjög vel. Þatta var 560 gr. kindalund 3 hvítlauksrif 2 tsk púðursykur 3 msk sojasósa 2 msk sesamfræ 1 biti eins og þumal nögl af fersku engifer Sósan til að marinera kjötið í gerði ég svona: Setti sojasósu í skál og kreysti hvítlauk út í hana og næst setti ég svo púðursykur, hrærði þetta saman og reif síðan engiferið út í. Skar kjötið í góðar sneiðar og setii það síðan út í sósuna og hrærði í því. Bætti svo sesamfræjunum út í og hrærði þetta vel saman með höndunum og lét kjötið liggja í þessu í 2 tíma. Grænmetið sem fór út í réttinn: 3 meðal stórar gulrætur 1/2 púrrulaukur 1 rauð paprika ( var með mjóa langa ) 1/2 zucchini Setti 1 tsk af olíu á wok pönnu og sk...

Fegurðin hér og nú

Image
Getur verið að við séum oft að flýta okkur svo mikið að við tökum ekki eftir öllu því fallega sem í kringum okkur er ?  Ef það er svo  þurfum við kannski að skoða hvað hægt er að gera í því og fara að njóta en ekki þjóta. Þessa mynd tók ég á stéttinni hjá mér af Esjunni. Eftir að ég fór að nota Árverkni ( Mindfullnes ) að staðaldri aftur tek ég miklu betur eftir því sem er í kringum mig í andartakinu,  t.d fallegri birtu í fjöllunum Esjan sést út um eldhúsgluggann minn og hún er aldrei eins og það er svo gaman að fylgjast með hvernig hún breytist.  Þessa mynd tók ég í Herdísarvík af því að birtan var svo falleg og sjórinn er svo magnaður. Þessir Krókusar urðu á vegi mínum þegar ég var úti að ganga og mér fannst svo fallegt hvernig þeir teygðu sig upp úr visnuðu  grasinu á móti sólinni. í fjörunni gekk ég fram á þennan kuðung og hann er algjör undrasmíð og ég get endalaust furðað mig á hvað náttúran er stórkostleg.  ...