Höldum ljósinu okkar við ! Gleðilegt sumar

Til að viðhalda ljósi á lampanum okkar, þurfum við að bæta reglulega  á hann olíu.
Móðir Teresa.

Hvernig höldum við loganum okkar við ? jú með því að hugsa vel um okkur andlega og líkamlega, konum hættir til að gleyma þessu og láta þarfir annara ganga fyrir sínum og verða svo pirraðar yfir því.
Það hugsar enginn um okkur ef við gerum það ekki sjálfar og þess vegna verðum við að gefa okkur tíma til að setja olíu á lampann okkar hvort sem við gerum það með  að stunda hugleiðslu, jóga, sund eða hvað annað sem við þurfum að gera til þess.

 Það eru nú 24 tímar í sólarhringnum og við erum oft að vinna 8-10 tíma á dag og svo erum við mæður, systur, dætur, vinkonur og stundum eiginkonur og margar konur sem ég hef talað við í gegnum tíðina eru stöðugt með móral yfir því að sinna sjálfum sér.

Þetta er ekki gott og ég þekki það vel á eigin heilsu hvað ég hefði mátt gera betur í þessum málum og þess vegna er ég að skrifa þetta til að minna mig á að ég ber ábyrgð á mínum lampa, aðrir geta hjálpað mér með hann en ég þarf að gefa mér tíma í að viðhalda mínu ljósi.

Núna vil ég vera  blómaljós

Það þakkar okkur enginn fyrir að ýta okkar þörfum til hliðar og það eru örugglega ekki þeir sem standa okkur næst sem gera kröfur á að við séum svona það erum við sjálfar.
Ekki erum við góðar fyrirmyndir ef við hugsum ekki um okkur sjálfar það læra börnin sem fyrir þeim er haft  stendur einhvers staðar og það er mikill sannleikur í þessum orðum.
Ég hef mikinn tíma fyrir mig í fyrsta skiptið síðan ég var rúmlega tvítug og hef þurft að venjast því og það venst bara vel verð ég að segja, og það er gaman að geta bara farið út að ganga eða hjóla þegar mér sýnist. En í mörg ár var ég minn versti óvinur og gerði allt of mikið og tók ábyrgðina af öllum í kringum mig og varð að gera allt sjálf því að enginn gerði það jafn vel og ég þvílíkt rugl.

Og þess vegna er stoðkerfið mitt ekki gott í dag það er gjaldið sem ég þarf að greiða fyrir það að viðhalda ekki mínu ljósi á mínu yngri árum, það kemur nefnilega oft ekki í ljós fyrr en seinna á ævinni afleiðingar þess að hugsa ekki vel um sig og þess vegna verðum við að byrja ung að hugsa vel um okkur en það er samt aldrei of seint að byrja.


Syngja, dansa, hlægja, hitta góða vini og hafa gaman af lífinu það skiptir máli, lífið er alltaf að færa okkur verkefni mis erfið og þess vegna verðum við að viðhalda ljósinu okkar til að eiga innistæðu þegar eitthvað bjátar á.
Vona að þið eigið bjarta viku framundan !!!!



Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!