Fegurðin hér og nú

Getur verið að við séum oft að flýta okkur svo mikið að við tökum ekki eftir öllu því fallega sem í kringum okkur er ?  Ef það er svo  þurfum við kannski að skoða hvað hægt er að gera í því og fara að njóta en ekki þjóta.

Þessa mynd tók ég á stéttinni hjá mér af Esjunni.

Eftir að ég fór að nota Árverkni ( Mindfullnes ) að staðaldri aftur tek ég miklu betur eftir því sem er í kringum mig í andartakinu,  t.d fallegri birtu í fjöllunum Esjan sést út um eldhúsgluggann minn og hún er aldrei eins og það er svo gaman að fylgjast með hvernig hún breytist.


 Þessa mynd tók ég í Herdísarvík af því að birtan var svo falleg og sjórinn er svo magnaður.




Þessir Krókusar urðu á vegi mínum þegar ég var úti að ganga og mér fannst svo fallegt hvernig þeir teygðu sig upp úr visnuðu  grasinu á móti sólinni.


í fjörunni gekk ég fram á þennan kuðung og hann er algjör undrasmíð og ég get endalaust furðað mig á hvað náttúran er stórkostleg. 


Þessa mynd tók ég við Gunnuhver litirnir þar  eru magnaðir og svo var  mikil dulúð í gufunni.


Um þessar mundir eru fuglarnir farnir að syngja inn vorið í trjánum hérna í kring og ég staldraði við á göngu minni og hlustaði á þennan  það var bara yndislegt.


Þessi skrítnu og skemmtilegu tré urðu á vegi mínum og ég heilsaði þeim með virktum.


Rakst á þennan fagurbláa blómapott og í honum voru angar að teygja sig til sólar.


Og í þessum ný klippta runna fannst mér líka vera mikil fegurð bæði litir og form.


Þetta var útsýnið eitt kvöldið hérna hvernig er annað hægt en að staldra við og njóta, og kannski þurfum við að gera meira af því og það er líka gott að njóta þess bara að horfa á fegurðina í stað þess að taka bara myndir af henni. 

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!