Sítrónur framhald :)

Það eru til endalaust  margar góðar uppskriftir með sítrónum og ég ætla að skella nokkrum hérna inn bæði hef ég sjálf prófað einhverjar ,síðan eru líka einhverjar sem ég ætla að prófa.


Pönnukökur með sítrónu-ystingi eða lemon curd og smá rjóma er bara dásemd, flestir eiga sína uppáhalds pönnuköku uppskrift en ég sjálf er búin að baka þær í svo mörg ár að ég nota enga uppskrift.

Sonur minn gaf mér fyrir einhverjum árum síðan 3 bækur sem hún Sigurveig Káradóttir skrifaði og ég hef oft kíkt í þær og það er sérstaklega ein sem ég skoða oft og hún heitir Sultur allt árið og þótt bókin sé lítil þá eru margar góðar uppskriftir í henni, og ég prófaði í fyrsta skiptið að gera lemon curd eftr henni og það gekk mjög vel.


Lemon curd ( Sigurveig Káradóttir )

3 stór egg
150 gr sykur
100 ml sítrónusafi
75 gr smjör

Aðferð:

Allt nema smjörið sett í stálskál og hrært  með handpíski yfir vatnsbaði á lágum til meðalhita þar til það fer að þykkna. Þá er smjörinu bætt út í.

Það þarf að gæta þess að hræra vel allan tímann og skilja skálina aldrei eftir á hita. Ef innihaldið hitnar of mikið situr maður uppi með eggjahræru en ekki ljúffengan ysting.

Got er að taka skálina af hitanum og bíða aðeins ef þér sýnist hitinn verða of mikill. Þolinmæði er lykilorð hér og smám saman þykknar blandan. síðan er henni hellt í gegnum fínt sigti og sett í krukku.
Mikilvægt er að láta ystinginn strax í krukku svo ekki myndist kán ofan á.

 Hann geymist í kæli 5-7 daga jafnvel lengur og er líka mjög góður á ristað brauð og skonsur og svo er hægt að setja smá ofan á bollakökur og setja svo rjómatopp ofan á.


Sítrónu og hunangs salat dressing:

 
. http://www.familyfreshcooking.com


1/2 bolli Ekstra jómfrúarolía
4 msk sítrónusafi
3 msk hunang
Gott salt, svartur pipar
Setjið olíuna, sítrónusafann og hunangið í krukku og hristið vel saman. kryddið það síðan með salti og pipar að smekk



Grillað hvítkál með sítrónu og hvítlauk algjört nammi og gott sem meðlæti eða bara máltíð:

 Fann þessa uppskrift hérna: http://www.wishfulchef.com/

1 hvítkálshöfuð
2 tsk olífuolía
2-3 hvítlauksrif kramin
safi úr einni sítrónu
salt og pipar til að krydda.

Forhitið ofninn í 250 gr. Skerið hvítkálið í sneiðar og setjið í ofnskúffu, setjið hvítlaukinn í pressu og stráið honum yfir kálið.
Setjið olíuna yfir kálið með bursta og stráið salti og pipar yfir.
Kreistið síðan sítrónusafann yfir kálið.
Bakið í miðjum ofni í 40 mín eða þar til kálið er orðið fallega brún mjög gott meðlæti eða bara sem máltíð.



Spagetti með spínati, hvítlauk og sítrónu !


http://weekofmenus.blogspot.com/
Ég fann þessa girnilegu spagetti uppskrift á þessum vef.

1 pakki spagetti
6 msk olífuolía
8 hvítlauksrif
 safi úr einni sítrónu og börkur af einni.
1 poki af spínati

Aðferð:

Hitið olíuna á meðalheitri pönnu og eldið hvítlaukinn sem er í sneiðum í 10-12 mín ekki steikja hann. Setjið spagettíið í heitt vatn sem búið er að salta og sjóðið eftir leiðbeiningum.
Hellið af því þegar það er soðið og setjið í stóra skál og út í fer spínatið, hvítlaukurinn og olían sem hann var steiktur uppúr og sítrónu safinn og hrærið þessu öllu saman.

Borið fram á stóru fati og saltað og piprað yfir. Setjið sítrónubörkinn í skál og berið fram með þessu einnig gott að hafa sítrónusafa ef einhver vill meira af honum.

Það eru til endalaust af góðum uppskriftum með sítrónu í og ég ætla að láta þetta duga í bili.

En sítrónur eru líka góðar í allskonar þrif inn á heimilinu og það er hægt að googla ýmis ráð ef maður vill vera umhverfisvænn og nota lífrænan hreingerningalög.
Góða skemmtun!

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!