Veiði sumarið er byrjað !!!

Þá er það byrjað blessað veiði sumarið og við búin að fara í fyrstu ferð til að bleita aðeins stangirnar og viðra vöðlurnar, en við vorum bara í c.a þrjá tíma á föstudagskvöldið síðasta.


Við sóttum Kleifarvatn heim og það tók á móti okkur í allri sinni fegurð eins og sjá má þessum myndum, það er alveg sama hversu oft ég kem þarna mér finnst þetta umhverfi alltaf jafn fallegt  og svo friðsælt.


Það er partur af veiðiferðunum að finna þessa kyrrð allt í kring um sig og vera bara hér og nú með stöngina sína og það er ekkert að trufla mann, jafnvel þótt enginn fiskur láti sjá sig þá kem ég alltaf vel nærð andlega heim og það finnst mér svo frábært við þetta áhugamál okkar.

Nú ef maður er svo heppinn að fá fisk þá er ánægjan bara meiri en það sem ég þarf að gera í sumar er að vera duglegri með flugustöngina mína ég hef verið með einhverja minnimáttarkennd að nota hana því að köstin eru svo skrítin hjá mér en það verður enginn óbarinn biskup stendur einhversstaðar,
 þess vegna verð að vera dugleg við  að berja vötnin i sumar með henni og þá kemur þetta allt.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!