Endurvinna og áhugamálum að sinna !
En það er aldrei að vita hvernig verðrið kemur til með að haga sér en ég verð að viðurkenna að ég var komin með fiðring í magann og tærnar að prófa stöngina þetta vorið.
Nú ef það verður ekki hægt að veiða þá er örugglega margt sem hægt er að gera t.d. fara í gönguferðir, föndra, lesa og bara hvíla sig og hafa það gott, ég er að læra ítölsku og get gert nokkrar æfingar í henni næstu daga og hver veit nema ég verði búin að læra 20 nú orð að lokum.
Ég hef sagt ykkur frá því hérna að ég safna öllu mögulegu og á erfitt með að henda því sem hægt er að nýta og ég var að þvo og taka miðana af þessum fínu glerflöskum og get notað þær undir kryddolíur eða undir saftina í haust.
Óþarfi að kaupa flöskur undir hana ef hægt er að endurnýta það sem fellur til á heimilinu.
Ég kaupi stundum pizzadeig í Ikea þegar ég fer þangað þá nokkur box í einu og frysti svo bara og nota eftir þörfum, og auðvitað nota ég boxin aftur undir ýmislegt t.d notaði ég lokin núna til að setja yfir potta með kryddjurta fræjum í stað plastpoka og það kom vel út.
Ég hef verið að stinga skeljum og kuðungum í vasana undanfarið í göngutúrunum mínum og við fórum suður með sjó um daginn og þá fann ég svo fallega kuðunga og ég er með hugmynd um hvað hægt er að gera við þetta.
Ef veðrið verður leiðlegt þá vinn ég bara í henni og þið fáið að sá það seinna, gleðilega páska til ykkar.
Muna svo að njóta en ekki þjóta !!!!
Comments