Posts

Showing posts from March, 2014

Hvar eru lyklarnir, hvar er varaliturinn og hvar er síminn minn !!!!

Image
Þetta eru setningar  sem heyrast oft  heima hjá mér  þegar ég er á leiðinni út úr húsi, kannast einhver annar  við þær ? Það er alveg sama hvernig " Vesku" ég kaupi mér , hversu mörg hólf eru í þeim  mér tekst alltaf að týna lyklum, vararlit og símanum mínum einhvers staðar á botninum á skjóðunum.   Svo hringir síminn og ég næ ekki að svara í hann af því að hann finnst ekki þetta er hreint óþolandi. En ég virðist ekki vera eina konan sem þekki þetta vandamál t.d. er ein samstarfskona mín sem kemur á hverjum morgni og byrjar á því að leita af lyklunum sínum til að komast inn á skrifstofuna sína og hún tautar alltaf það sama " hvað hef ég gert af lyklunum mínum " og hún er alltaf jafn hissa að finna þá ekki í "veskunni" sinni og þetta erum við búin að hlusta á ansi lengi. Ég tók mig til og saumaði handa henni poka undir lyklana og eitthvað smádót, það er þessi poki sem er á myndinni ég dundaði mér við þetta eitt kvöldið og saumaði hann alveg...

" Lifsins tré "

Image
þessi mynd var tekin af Lífinstré á sýningu um norræna goðafræði og goðsögur  sem er í Víkingaheimum í Reykjanesbæ og persónulega fannst mér gaman að fara þarna í gegn og hlusta og horfa á myndlistina og þetta tré höfðaði sérstaklega til mín. Sýningin er samvinnuverkefni íslenskra samtímalistamanna og norrænufræðinga og útkoman er glæsilegt og nútímalegt listaverk um fornan menningararf. Sögurnar eru raktar með leikmyndum eftir listakonuna Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur undir tónlist eftir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoða ásamt hljóðleiðsögn sem Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur hefur tekið saman. Hljóðleiðsögnin er á fjórum tungumálum; íslensku, ensku, þýsku og dönsku.  Ég velti því fyrir mér þegar heim var komið af hverju ég heillaðist svona af þessu tré, jú litirnir í því voru svo fallegir og svo fór ég að hugsa um mitt lífstré hvernig það er og  á það eru  komnar nýjar greinar  ( börnin mín ) og svo enn nýrri greinar ( barnabörnin, tengdabörn ...

Núðlur eru góðar til að grípa í.

Image
Hér fyrr á árum þegar pyngjan var oft ansi létt notaði ég mikið  núðlur í matargerð því að þær voru ódýrar og seðjandi,  þá kostaði pakkinn af þeim 18 kr en hann kostar eitthvað meira í dag en er samt ódýr. Í vikunni sem leið var ég eitthvað slöpp og lítil nenna í mér að elda og þegar ég er í þessum ham þá gleymi ég oft að taka eitthvað úr frysti til að elda og þannig var það þennan dag sem ég eldaði þessa súpu. Ég mundi eftir því að ég átti kjúklinga núðlupakka í skápnum og ég ákvað að gera bara fljótlega súpu og ég átti líka eitthvað í grænmetis skúffunni eins og alltaf.  Ég notaði í þessa súpu : 1 pakka af núðlunum 3 gulgrætur  2 hvítlauksrif 4 kartöflur 1 skalotlauk 1/2 rauða papriku 2 grænmetisteninga hvítkál 9 dl. vatn Setti vatn og teninga í pott og lét suðuna koma upp og þá bætti ég kjúklinga kraftinum sem fylgdi með núðlunum út í. Skar kartöflurnar í bita og setti þær út í vatnið, síðan fóru  gulgrætunar ...

Þá er aftur komin helgi með nýjum ævintýrum .....

Image
Nú er vinnu vikunni lokið og komin helgi og þá gefst tækifæri til að hitta vini og ættingja, baka, föndra og bara gera  það sem mér dettur í hug, eina sem ég þarf að passa er að fá ekki valkvíða yfir öllu því skemmtilega sem er í boði. Fann þessa girnilegu mynd á netinu. Það eina sem ég er búin að ákveða um helgina er að setja niður fræ fyrir kryddjurtir og sumarblóm það má bara ekki bíða lengur. það væri líka gott að kíkja á trén í garðinum og klippa þau aðeins til það er nefnilega komið brum á þau. norman rockwell Ætli ég skoppi ekki um með afþurkunar klútinn og dansi við moppujárnið í fyrramálið og svo þegar því líkur þá er bara restin af helginni óskrifað blað er það ekki yndislegt. Kannski langar mig að baka köku með kaffinu ! Sauma buxur til að taka með mér til Ítalíu það væri gott skella sér í sund eða heita pottinn ! Hvíla sig og njóta, en ekki þjóta. Ég er búin að taka ákvörðun um að helgin verður bara skemmtileg, lærdómsrík og gó...

Aldrei að gefa draumana sína upp á bátinn !!!!

Image
Ég hef átt mér marga drauma í gegnum tíðina og sumir hafa ræst af því að ég hef unnið að þeim en aðrir eru ennþá í skúffunni hjá mér. Prendendo un sogno ( að eiga sér draum ) Fyrir 5 árum síðan var ég að vafra um á netinu að skoða mataruppskriftir og rakst þá á viðtal við konu sem er að kenna ítölsku og hún var að gefa uppskrift af ítölskum mat og í leiðinni sagði hún frá kennslunni.  Ég ákvað að senda henni póst til að forvitnast um námið hjá henni því að mig hefur alltaf langað að læra ítölsku hún svaraði mér strax og sagði mér hvar hún væri að kenna og að ég væri velkomin að hafa samband aftur. Feneyjar Ég ákvað að drífa mig í MH þar sem hún kennir en leiðin er ekki alltaf bein og það var margt sem spilaði inn í að ég fór aldrei, en hún fór að senda mér póst á fésinu um eitthvað sem heitir Námsfrí á Ítalíu og bauð mér að koma á kynningarfund og það er sama sagan með það einhvern veginn komst ég aldrei. En samt gaf ég þennan draum aldrei upp á b...

Bollur, baunir og sælgæti ....Skamm og namm

Image
Þessir dagar sem eru að ganga yfir núna bollu, sprengju og öskudagur er miklir hátíðisdagar fyrir magann, og það er spurning hvort að þeir verði ekki lagðir niður vegna þess að þetta er allt svo óhollt. Á hverjum degi þegar ég opna fésbókar síðuna mína þá birtast þar nýjar upplýsingar um hvað sé hollt og hvað ég megi alls ekki borða og ég verð að segja að ég er orðin svo leið á þessu öllu. Auðvitað vel ég hvað ég les þarna inni en samt ég hef velt því fyrir mér að loka bara síðunni minni út af þessu málefni, en þar sem ég er nú forvitin að eðlisfari þá hef ég ekki gert það ennþá. Þessar upplýsingar eru oft  mjög ruglandi og stangast á við hvor aðra oft á tíðum, ég hef velt því fyrir mér hvernig fólki með heilsukvíða líður með þetta og hvaða áhrif þessar upplýsingar hafa á það.  Ég finn alveg mun á mínu heilsufari þegar ég borða skynsamlega og veit nokkrun veginn núna hvað er gott fyrir mig að borða og hvað er það ekki.   Ég er ein af þeim sem er...

Seinni hluti samskipti og vingjarnleg orð

Image
Þá ætla ég að halda áfram með samskipta reglurnar. 4. Kunna að setja öðrum  mörk: Stundum þurfum við að segja nei við fólk ef við höfum ekki tíma eða tækifæri til að gera eitthvað sem er verið að biðja okkur um. Þetta getur verið mjög erfitt ef við erum vön að hlaupa til og hjálpa jafnvel þótt við höfum hvorki tíma né tækifæri til þess.  þetta getur orðið til þess að við verðum mjög pirruð út í okkur sjálf og aðra.  Ég er ekki að tala um að við segjum nei ef einhver t.d. slasast og við vorum búin að ákveða að fara í Bónus, ég er að tala um þegar við látum annað fólk alltaf hafa forgang og sinnum ekki okkar þörfum. Ef ég er ekki vön að standa með sjálfri mér getur þetta verið mjög erfitt að byrja á því, en góðu fréttirnar eru að það eru margir sem ekki gátu þetta en með æfingu hefur þeim tekist að breyta þessu. Það er gott að hafa í huga þegar við byrjum að æfa okkur að gefa skýr skilaboð í stað þess að segja nei í löngu máli t.d. ef þú hefur...