" Lifsins tré "

þessi mynd var tekin af Lífinstré á sýningu um norræna goðafræði og goðsögur  sem er í Víkingaheimum í Reykjanesbæ og persónulega fannst mér gaman að fara þarna í gegn og hlusta og horfa á myndlistina og þetta tré höfðaði sérstaklega til mín.


Sýningin er samvinnuverkefni íslenskra samtímalistamanna og norrænufræðinga og útkoman er glæsilegt og nútímalegt listaverk um fornan menningararf. Sögurnar eru raktar með leikmyndum eftir listakonuna Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur undir tónlist eftir Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoða ásamt hljóðleiðsögn sem Ingunn Ásdísardóttir þjóðfræðingur hefur tekið saman. Hljóðleiðsögnin er á fjórum tungumálum; íslensku, ensku, þýsku og dönsku. 

Ég velti því fyrir mér þegar heim var komið af hverju ég heillaðist svona af þessu tré, jú litirnir í því voru svo fallegir og svo fór ég að hugsa um mitt lífstré hvernig það er og  á það eru  komnar nýjar greinar
 ( börnin mín ) og svo enn nýrri greinar ( barnabörnin, tengdabörn ) og svona heldur þetta tré vonandi áfram að vaxa og dafna.

Ég gerði mér grein fyrir því að ég veit mjög lítið um mitt lífstré og það væri örugglega mjög gaman að gera ættartré sem ég  gæti  svo miðlað áfram til minna barna.

                            André Önd er búinn að láta gera tré fyrir sig ég get ekki verið eftirbátur hans.


það sem ég þarf að gera er að setjast niður með henni móður minni og fá hana til að segja mér sögur af fólkinu okkar og hún er líka með miklar upplýsingar um föðurfólkið mitt, hún er svo ótrúlega ættfróð þessi elska.
 þetta þarf ég svo að skrifa allt saman niður   skrifa niður því að ég er ein af þeim sem gleymi svona upplýsingum strax þótt ég muni svo marga  hluti sem ekkert gagn er að.

Spennandi tímar framundan bæði ættartré og ávaxatré og ýmis önnur tré í ræktun hjá mér á næstunni.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!