Þá er aftur komin helgi með nýjum ævintýrum .....

Nú er vinnu vikunni lokið og komin helgi og þá gefst tækifæri til að hitta vini og ættingja, baka, föndra og bara gera  það sem mér dettur í hug, eina sem ég þarf að passa er að fá ekki valkvíða yfir öllu því skemmtilega sem er í boði.
Fann þessa girnilegu mynd á netinu.

Það eina sem ég er búin að ákveða um helgina er að setja niður fræ fyrir kryddjurtir og sumarblóm það má bara ekki bíða lengur. það væri líka gott að kíkja á trén í garðinum og klippa þau aðeins til það er nefnilega komið brum á þau.

norman rockwell

Ætli ég skoppi ekki um með afþurkunar klútinn og dansi við moppujárnið í fyrramálið og svo þegar því líkur þá er bara restin af helginni óskrifað blað er það ekki yndislegt.


Kannski langar mig að baka köku með kaffinu !


Sauma buxur til að taka með mér til Ítalíu


það væri gott skella sér í sund eða heita pottinn ! Hvíla sig og njóta, en ekki þjóta.

Ég er búin að taka ákvörðun um að helgin verður bara skemmtileg, lærdómsrík og góð hjá mér og ósk mín er sú að hún verði það líka hjá ykkur.



Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!