Hvar eru lyklarnir, hvar er varaliturinn og hvar er síminn minn !!!!

Þetta eru setningar  sem heyrast oft  heima hjá mér  þegar ég er á leiðinni út úr húsi, kannast einhver annar  við þær ?

Það er alveg sama hvernig " Vesku" ég kaupi mér , hversu mörg hólf eru í þeim  mér tekst alltaf að týna lyklum, vararlit og símanum mínum einhvers staðar á botninum á skjóðunum.   Svo hringir síminn og ég næ ekki að svara í hann af því að hann finnst ekki þetta er hreint óþolandi.


En ég virðist ekki vera eina konan sem þekki þetta vandamál t.d. er ein samstarfskona mín sem kemur á hverjum morgni og byrjar á því að leita af lyklunum sínum til að komast inn á skrifstofuna sína og hún tautar alltaf það sama " hvað hef ég gert af lyklunum mínum " og hún er alltaf jafn hissa að finna þá ekki í "veskunni" sinni og þetta erum við búin að hlusta á ansi lengi.

Ég tók mig til og saumaði handa henni poka undir lyklana og eitthvað smádót, það er þessi poki sem er á myndinni ég dundaði mér við þetta eitt kvöldið og saumaði hann alveg í höndunum, nennti ekki að taka upp saumavélina fyrir einn poka. Hún var mjög ánægð með pokann og finnst hann mjög sætur og hún hefur ekki sagt annað en góðan daginn þegar hún mætir í vinnuna eftir að  hún fékk pokann góða.

Nú þarf ég bara að gera svona poka fyrir mig líka til að hafa í Veskunni minni :)




Við erum alltaf eitthvað að bralla og malla hérna hjónaleysin í Brattholtinu og á meðan ég saumaði pokann þá renndi bóndinn  þennan flotta platta fyrir mig til að skera kryddjurtirnar á ótrúlega fallegur hjá honum, það er spurning hvort ég tími  að nota hann :)

Jú auðvitað geri ég það þegar kryddið fer að vaxa hjá mér í sumar, reyni bara að fara vel með hann og bera reglulega á hann.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!