Aldrei að gefa draumana sína upp á bátinn !!!!

Ég hef átt mér marga drauma í gegnum tíðina og sumir hafa ræst af því að ég hef unnið að þeim en aðrir eru ennþá í skúffunni hjá mér.

Prendendo un sogno ( að eiga sér draum )



Fyrir 5 árum síðan var ég að vafra um á netinu að skoða mataruppskriftir og rakst þá á viðtal við konu sem er að kenna ítölsku og hún var að gefa uppskrift af ítölskum mat og í leiðinni sagði hún frá kennslunni.
 Ég ákvað að senda henni póst til að forvitnast um námið hjá henni því að mig hefur alltaf langað að læra ítölsku hún svaraði mér strax og sagði mér hvar hún væri að kenna og að ég væri velkomin að hafa samband aftur.

Feneyjar

Ég ákvað að drífa mig í MH þar sem hún kennir en leiðin er ekki alltaf bein og það var margt sem spilaði inn í að ég fór aldrei, en hún fór að senda mér póst á fésinu um eitthvað sem heitir Námsfrí á Ítalíu og bauð mér að koma á kynningarfund og það er sama sagan með það einhvern veginn komst ég aldrei.



En samt gaf ég þennan draum aldrei upp á bátinn og hugsaði með mér " koma tímar og koma ráð " það hlýtur að koma rétti tíminn fyrir mig.



Og hann kom og ég er að fara til Ítalíu 1. til 28 júní og ætla að byrja að læra málið þar og halda svo áfram næsta haust í MH.



Við ferðumst líka á meðan við erum þarna úti m.a. til Rómar.


Sjá fallegar litlar búðir 


förum um sveitir


Verona,  Feneyjar,  Napoli,  Pompay,  Flórens, Assisi, Lago di Garda auk annara menningarborga í héraðinu þar sem við verðum.


Kíkjum á hafið



Siglum á Gondola


Ég er búin að kaupa mér flugið og skrá mig í skólann nú verður ekki aftur snúið heldur haldið á vit ævintýrana og drekka í sig menningu og fegurð. Tala nú ekki um að vera með skemmtilegu fólki og fá 4 vikur í ævintýrið.



Sto iniziando un nuovo senso di avventura. ( ég er farin á vit nýrra ævintýra )

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!