Posts

Showing posts from June, 2013

Pönnukökur, súkkulaði og sól þurrkuð lopapeysa!

Image
Ég bakaði pönnukökur í dag með kaffinu eins og svo oft áður á sunnudögum þær eru alltaf jafn góðar  í dag settum við banana, súkkulaði, íslensk jarðaber og rjóma á þær og það er alveg ótrúlega gott. Það eru komin blóm á jarðaberja plönturnar mínar og þau verða að berjum en það er eitthvað í að berin verði tilbúin  svo ég keypti bara íslensk jarðaber að mínu mati eru þau miklu betri en þau útlendu. Ég notaði nutella súkkulaði í dag en ég hef líka brætt súkkulaði til að setja á pönnukökur það er líka mjög gott. Ég nota aldrei uppskrift af pönnukökum en ætla að láta eina gamla og góða fylgja hérna með: 250 gr. hveiti 1/2 tsk lyftiduft 25 gr. smjör ( ég nota olíu) 1/2 ltr mjólk salt, sykur, ( ég set yfirleitt kardimommu dropa í mínar eða vanillu dropa ) 2 egg, Í hveitið er blandað saltinu, sykrinum og lyftiduftinu. 25 gr brætt smjör vætt með helmingi mjólkurinnar. Þá eru eggin hrærð saman við og síðast það, sem eftir er að mjólkinni. Bakað á ...

Hvernig fegra ég líf mitt ?

Image
Ég hef verið að lesa bókina Fegraðu líf þitt eftir Victoriu Moran og ég hef lesið hana áður og það er svo skrítið þegar ég les svona sjálfshjálpar bækur aftur þá finn ég alltaf eitthvað nýtt í þeim sem höfðar til mín á þeirri stundu sem ég les þær. Fyrsti kaflinn í bókinni heitir fegraðu líf þitt. í þetta sinn ætla ég að vinna smá verkefni upp úr bókinni og er byrjuð að skrifa niður í bók nokkrar línur eða spurningar og svörin við þeim. 1. Hugsaðu um alla þá stórkostlegu atburði sem þú hefur nú þegar upplifað,  Hvaðan kemur þú? Hverju ertu stolt af? Hverjir eru möguleikar þínir? Hvað hefur þú séð? Hverjum hefur þú hjálpað?  Hvaða frábæra fólk hefur þú eignast að vinum? hver er makinn, og hver eru börnin? Hugsaðu um þetta allt  með þakklæti. Þetta eru bara fyrstu spurningarnar í fyrsta kaflanum og það er mjög skemmtilegt að skoða þetta og skrifa það niður því að fyrir mig er ekki nóg að hugsa um hlutina ég þarf að hafa þá niður sk...

Traustið er viðkvæmt !

Image
Það má alveg líkja því að byggja upp traust við að rækta garðinn sinn, það tekur hvoru tveggja tíma og fyrirhöfn. Jarðvegurinn þarf að vera frjór, og svo eru sett niður fræ og þau spíra og verða af litlum plöntum og ef við vökvum vel, gefum áburð og og hlúum vel að plöntunum þá vaxa þær og dafna, það er eins með traustið. Þetta er salatið sem ég er að rækta þetta sumarið Traust er vandmeðfarið og viðkvæmt. Oft þurfum við tíma til að treysta fólki fyrir okkur og það er bara í góðu lagi gefum okkur þann tíma þann tíma, það er ekkert hægt að flýta þessu. Ef brotið hefur verið á traustinu okkar þá getur það tekið okkur langan tíma að ná því til baka, ef við erum að lenda ítrekað í því þá þurfum við kannski að skoða hjá okkur hvað veldur? Er ég að treysta fólki of fljótt fyrir mér og mínum málum ? Þarf ég kannski að vanda mig aðeins betur hverjum ég ætla að treysta ? Ef ég hef lent í því að eitthvað er gert á minn hlut endurtekið t.d. í sambandinu mínu og það leiðir til þes...

Algjör sveppur !

Image
Þessi sveppur á myndinni er samstarfs verkefni okkar hjónaleysa hann renndi hann í rennibekknum og ég málaði hann svo og nú trónir hann á staur í garðinum. Þetta kökukefli var gert í rennibekknum í gær og ég er alsæl með það nú get ég rúllað og snúllað eins og ég vil en áður var ég að nota kefli sem virkaði mjög illa og var úr plasti hann gerði líka þessa skál og hunangsskeiðarnar handa mér. Falleg skál úr Eik og Mahony Þessi stóra skál er úr Eik hér sjáum við ofan á hana Þessi mynd er af henni á hlið Það voru smíðuð blómaker við innganginn Þennan kryddjurta kassa smíðaði hann fyrir mig svo ég þyrfti ekki að borga yfir kryddjurtunum. Þessi hilla var smíðuð í eldhúsið þegar við fluttum inn. Þetta er brauðbretti með sex minni með til að nota í staðin fyrir disk í morgunmatnum var smíðað úr límtré til að gefa í jólagjöf. Þetta var smíðað fyrir fluguhnýtinga þráðinn en það má líka nota þetta fyrir tvinnakefli í saumaherbergið Flugubox úr mismuna...

Sultað og sullað í eldhúsinu !

Image
Það er alveg með ólíkindum hvað ég get verið rugluð fór á fætur í morgun uppúr átta og var að velta fyrir mér hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur þennan sunndag. Það sást ekki í Esjuna fyrir skýjum og ég hugsaði með mér það verður engin sól í dag og það er best að sækja rabbabara út í garð og sulta því að hann er orðin svo stór, ég skrölti út og sótti nokkra stilka en ég er með tvær tegundir af rabbabara hjá mér og ég tók af báðum tegundum. Það eru bara til tvær krukkur frá því í fyrra og það er alltaf gott að eiga sultu þegar ég var yngri kölluðu systur mínar mig Síleríus sultukjaft því að ég var víst frekar mikið fyrir sultu núna finnst mér hún góð í hófi en það er gaman að búa hana til. Mér var líka kennt að nýta rótina og hún er hreinsuð og soðin stutta stund í sykurvatni og verður á bragðið eins og pera. Ég gerði venjulega rabbabarasultu úr tveimur kílóum af rabbabara og svo þreif ég eldhúsið og ætlaði að hætta en það var ekki komið hádegi svo ég hélt áfram að malla....

Hvernig manneskja vil ég vera ?

Image
Hafið þið velt því fyrir ykkur hversu mörgum hlutverkum þið sinnið daglega?  Þau geta verið ansi mörg og það er kannski ekkert skrítð þótt við séum stundum þreitt á kvöldin við erum að skipta okkur á milli svo margra hlutverka yfir daginn og sum reyna meira á okkur en önnur. Ég er t.d. móðir, maki, vinur, dóttir, systir, starfsmaður og þjóðfélagsþegn. þetta eru ansi mörg hlutverk og ég er ekki sú eina sem sinni öllum  þessum hlutverkum í þessu þjóðfélagi. Við viljum öll gera vel og gerum mismiklar kröfur á okkur í þeim efnum ég hef t.d komist að því undanfarið að ég hef verið ansi kröfuhörð á sjálfa mig og hef oft efast um mig í mínum hlutverkum, en getur einhver alltaf verið 100% ? Ef þið þekkið einhvern sem er svoleiðis endilega látið mig vita ég ætla að setja mynd af þeirri mannveru utan á strætó :) svo allir sjái hana. Það að vera foreldri þýðir að ég er fyrirmynd og auðvitað verð ég að haga mér í samræmi við það, því að það læra börnin sem fyrir þeim e...

Kanilsnúðarnir standa alltaf fyrir sínu

Image
Það vor bakaðir kanilsnúðar í Brattholtinu í síðustu viku og þetta er mjög gömul uppskrift sem stendur þó alltaf fyrir sínu og ég fékk 140 snúða úr uppskriftinni en hér kemur hún: UPPSKRIFT: 1 kg. hveiti 10 tsk lyftiduft 2 egg 1 msk kardimommudr. 2 bollar sykur 1 tsk natron mjólk 250 gr smjör Allt nema mjólkin sett í hnoðskálina og klipið saman með höndunum og þegar það er komið aðeins saman þá bæti ég mjólkinni  smátt og smátt út í það er ekki gefið upp hversu mikil mjólk fer í uppskriftina en ég hef sett einn bolla og bætt svo í eftir þörfum deigið á að vera aðeins blautt en ekki þunnt. Setti þetta á borðið og hnoðaði vel saman og hafði hveiti á hliðarlínunni til að grípa í. Deigið er skorið í nokkra bita og einn biti í einu flattur út á lengdina og passa bara að hafa  það ekki of þykkt. Stráði kanilsykri yfir og passaði að hann færi vel út í öll horn og mér finnst gott að hafa mikinn kanil. Síðan er þessu rúllað upp í pulsu og...