Hvernig manneskja vil ég vera ?



Hafið þið velt því fyrir ykkur hversu mörgum hlutverkum þið sinnið daglega?  Þau geta verið ansi mörg og það er kannski ekkert skrítð þótt við séum stundum þreitt á kvöldin við erum að skipta okkur á milli svo margra hlutverka yfir daginn og sum reyna meira á okkur en önnur.

Ég er t.d. móðir, maki, vinur, dóttir, systir, starfsmaður og þjóðfélagsþegn. þetta eru ansi mörg hlutverk og ég er ekki sú eina sem sinni öllum  þessum hlutverkum í þessu þjóðfélagi.

Við viljum öll gera vel og gerum mismiklar kröfur á okkur í þeim efnum ég hef t.d komist að því undanfarið að ég hef verið ansi kröfuhörð á sjálfa mig og hef oft efast um mig í mínum hlutverkum, en getur einhver alltaf verið 100% ? Ef þið þekkið einhvern sem er svoleiðis endilega látið mig vita ég ætla að setja mynd af þeirri mannveru utan á strætó :) svo allir sjái hana.

Það að vera foreldri þýðir að ég er fyrirmynd og auðvitað verð ég að haga mér í samræmi við það, því að það læra börnin sem fyrir þeim er haft stendur einhverstaðar en við verðum líka að leifa börnunum okkar að reka sig sjálf á hindranir og komast yfir þær og þá getum við verið á hliðarlínunni fyrir þau.

Það er líka hollt að skoða hvernig dóttir eða sonur er ég? Kem ég vel fram við foreldra mína ? Ég reyni að hitta hana mömmu reglulega en kannski gæti ég gert meira með henni, en hún lifir líka sínu lífi og stundum er hún upptekin af sínu og það er bara gott mál og þótt foreldrar okkar verði fullorðin megum við ekki koma fram við þau eins og börn og grípa framm fyrir hendurnar á þeim.

Hvernig vinur er ég ?  Er eitthvað sem ég get gert betur þar ? Það er hollt að skoða það öðru hvoru og muna að vináttan gengur í báðar áttir og er mjög verðmæt ef okkur er annt um hana er gott að leggja rækt við hana þá vex hún og dafnar.

Ég er ein af þeim sem er svo rík að eiga sex systur á lífi og þær eru mér mjög dýrmætar og við reynum að vera í sambandi reglulega, einu sinni höfðum við það þannig að við fórum saman á kaffihús einu sinni í mánuði það var okkar tími saman án þess að fjölskyldan væri með.  þetta voru skemmtilegar stundir hjá okkur en því miður hættum við þeim en kannski má endurvekja þær, við höfum líka farið saman í systra ferðir í sumarbústað og það er mjög skemmtilegt og þar er mikið hlegið.
Ég veit ekki hvort mér verður fyrirgefið að setja þessa mynd inn hún var tekin í systraferð og við fengum allar nýja góma :)


Að vera maki þýðir málamiðlun, tillitssemi, vináttu og það er  vinna að viðhalda góðu sambandi, það gengur víst ekkert af sjálfu sér, það koma tímar í öllu samböndum þar sem eitthvað gengur á og það er alltaf spurning hvernig leysum við ágrening og því sem kemur uppá. Það reynir mikið á okkur þegar illa gengur í sambandinu en  það er gott að eiga lífsförunaut og skiptir máli að vinna úr verkefnum sem upp koma.


Ég er starfsmaður og það er gott að hugsa um það öðru hvoru hvernig stend ég mig í vinnunni og hef ég gaman að því sem ég vinn við ?  Ég hef verið svo heppin að fá að sinna mínu starfi undanfarin 12 ár og hef alltaf haft gaman að því en fyrir nokkrum árum stóð ég frammi fyrir því að skoða hvort ég skilgreindi mig í gegnum vinnuna og hvort allt mitt sjálfsmat væri tengt henni og það var mjög hollt fyrir mig að skoða það, því að ef svo er þá er nú lítið eftir ef ég missi hana.

Ég er þjóðfélagsþegn og það er mér hollt að skoða hvernig þegn er ég? Legg ég mitt af mörkum, fylgi ég lögum og reglum? Líka í umferðinni? Borga ég mína skatta og skyldur?


Ég verð nú bara að segja það ég sinni öllum mínum hlutverkum daglega og geri það oftast vel og ætla að halda því áfram eftir bestu getu, og mig langar ekki að verða 100% manneskja því ég vil vera mannleg með öllu sem því fylgir t.d. stundum keyri ég of hratt, er ekki alltaf besta fyrirmyndin, verð leið í vinnunni, hef ekki samband við vini mína, tala ekki við allar systurnar reglulega, verð geðvond við sambýlinginn, EN ÉG BORGA ALLTAF SKATTANA MÍNA :) 





Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!