Algjör sveppur !

Þessi sveppur á myndinni er samstarfs verkefni okkar hjónaleysa hann renndi hann í rennibekknum og ég málaði hann svo og nú trónir hann á staur í garðinum.
Þetta kökukefli var gert í rennibekknum í gær og ég er alsæl með það nú get ég rúllað og snúllað eins og ég vil en áður var ég að nota kefli sem virkaði mjög illa og var úr plasti hann gerði líka þessa skál og hunangsskeiðarnar handa mér.
Falleg skál úr Eik og Mahony
Þessi stóra skál er úr Eik hér sjáum við ofan á hana
Þessi mynd er af henni á hlið
Það voru smíðuð blómaker við innganginn
Þennan kryddjurta kassa smíðaði hann fyrir mig svo ég þyrfti ekki að borga yfir kryddjurtunum.
Þessi hilla var smíðuð í eldhúsið þegar við fluttum inn.
Þetta er brauðbretti með sex minni með til að nota í staðin fyrir disk í morgunmatnum var smíðað úr límtré til að gefa í jólagjöf.
Þetta var smíðað fyrir fluguhnýtinga þráðinn en það má líka nota þetta fyrir tvinnakefli í saumaherbergið
Flugubox úr mismunandi viðategundum  tilvalið til gjafa.
Þetta er fyrir fluguhnýtingar en það má líka nota þessa gerð í saumaherbergið.

Þessi er með áföstu vinnuborði 
Rekkar sem hægt er að hengja næstum hvar sem er og nota undir veiðistangir eða eitthvað annað t.d jóla og gjafapappírinn.
Þetta er líka fyrir fluguhnýtinga efnið fleiri pinnar á þessu og lok þannig að það má geyma eitthvað inn í þessu og ef einhver vill svona í saumaherbergið þá verða pinnarnir settir meira á ská til að keflin renni ekki af.
Þetta er hangikjötspallur eins sjá má á þessari mynd það er líka hægt að fá aðeins öðruvísi pall sem hægt er að nota undir grillkjötið líka.

Þetta er brot af því sem er smíðað í Brattholtinu og ef einhver hefur áhuga á að fá eitthvað af þessu keypt þá endilega hafa samband eins ef þið þurfið að láta smíða eitthvað fyrir ykkur þá er það líka gerlegt.

Mín bara orðin sölustjóri :)




Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!