Sultað og sullað í eldhúsinu !

Það er alveg með ólíkindum hvað ég get verið rugluð fór á fætur í morgun uppúr átta og var að velta fyrir mér hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur þennan sunndag. Það sást ekki í Esjuna fyrir skýjum og ég hugsaði með mér það verður engin sól í dag og það er best að sækja rabbabara út í garð og sulta því að hann er orðin svo stór, ég skrölti út og sótti nokkra stilka en ég er með tvær tegundir af rabbabara hjá mér og ég tók af báðum tegundum.
Það eru bara til tvær krukkur frá því í fyrra og það er alltaf gott að eiga sultu þegar ég var yngri kölluðu systur mínar mig Síleríus sultukjaft því að ég var víst frekar mikið fyrir sultu núna finnst mér hún góð í hófi en það er gaman að búa hana til.
Mér var líka kennt að nýta rótina og hún er hreinsuð og soðin stutta stund í sykurvatni og verður á bragðið eins og pera.
Ég gerði venjulega rabbabarasultu úr tveimur kílóum af rabbabara og svo þreif ég eldhúsið og ætlaði að hætta en það var ekki komið hádegi svo ég hélt áfram að malla.
Þá óð ég í það að gera pestó af því að Basilikkurnar mínar eru orðnar svo stórar og það má ekki láta þær fara til spillis.

50 gr. Basilikka
30 gr. furuhnetur
1 1/2 dl olífu olía
70 gr parmesan ostur
2 hvítlauksrif
1 bátur sítóna (safinn)
pipar
Setti allt í matvinnsluvélina
 að síðustu setti ég olíuna út í smátt og smátt og lét vélina ganga þar til þetta var vel maukað.
Þetta var nóg í eina góða krukku bara passa að sjóða krukkuna áður en þetta er sett í hana, þegar þessu lauk þá vaskaði ég upp og þreif aftur í eldhúsinu og nú var sólin farin að skína og ég ætlaði út í garð.

Bóndinn fór í búðina og ég hjálpaði honum að ganga frá og setja í frystirinn þá sá ég að það var allt brúnt í honum, viti menn hafði ég ekki keypt kók í bauk handa okkur gömluu í gær og það var ekki nógu kalt svo ég skellti því í frysti og auðvitað gleymdi ég því og dósinar sprungu og það var allt út um allt og ég þurfti að þrífa frystirinn úfffff ...Það er ekki öll vitleysan eins!
Þar sem ég reif allt úr frystinum fann ég möndluköku sem ég mundi ekki eftir að væri til og þá átti ég nú eitthvað með kaffinu í dag og enn og aftur þreif ég hátt og lágt í eldhúsinu það er ógeð að þrífa þetta sykurklístur sem kókið er þetta verður til þess að ég fæ mér ekki kók á næstunni :)

Það er ekki allt búið enn það tók því ekki að fara út í garð eftir öll þessi þrif því að frúin var lúin og ætlaði bara að leggjast á sólbekkinn  sem hún fékk í afmælisgjöf eitt árið frá bóndanum en  hann smíðaði hann sjálfur :)
Ég gleymdi því fljótt að ég ætlað á bekkinn og áður en ég vissi var ég farin að óhreinka eldhúsið aftur
Í þetta sinn fór ég að gera sultu úr rabbabara og jarðaberjum það sem fór í sultuna er:
1400 gr rabbabari
1200 gr frosin jarðaber
1 kg sykur
2 kanil stangir
Byrjaði á því að setja rabbabarann í pott með engu og sjóða hann þar til hann var byrjaður að mýkjast 
Þá bætti ég jarðaberjunum og kanilstöngunum út í og hafði þetta á háum hita og léta suðuna koma upp og svo sauð ég þetta í 10 mín við háan hita og það er gott að passa sig því að það bulla uppúr pottinum og ég passaði mig ekki nógu vel og það sauð uppúr og slettist upp á vegg fyrir ofana eldavélina.
Þegar eg var búin að sjóða sultuna í 15 mín á háum hita og hún var ekki að þykkna nóg hjá mér þá setti ég hálft bréf af sultuhleypi ( í rauða bréfinu) út í og lét þetta sjóða í 5 mín í viðbót.
Muna bara að sjóða krukkurnar og ég set lokið á þær á meðan sultan er sjóðandi heit og þá heyrir maður smelli þegar lokin festast á, þetta er hluti af sultu suðunni í dag og enn og aftur fór ég að þrífa eldhúsið og nú voru veggirnir fyrir ofan eldavélina líka teknir.. þetta er náttúrlega bilun :)

Ég settist 2x út í dag og drakk kaffi þessar myndir eru teknar á pallinum hjá mér

Sumar blómin eru svo falleg  í sólinni
Það hefði kannski verið gáfulegra hjá mér að nota þessa flottu aðstöðu á pallinum í dag í sólinni í stað þess að djöflast í eldhúsinu :)

Sérstaklega þar sem spáð er rigningu næstu daga en sumum er ekki viðbjargandi og ég er greinilega ein af þeim en ég get alla vega brosað sultu brosi í rigningunni framundan. 

Og muna svo að Jónsmessu nótt er framundan og þá er gott að velta sér upp úr dögginni ( ekki sultunni) og muna  ef þú ert ólofuð ( aður ) að tína blóm í kvöld og setja þau undir koddann þinn og þá á þér að dreyma þann sem þú verður ástfangin af:)

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!