Kanilsnúðarnir standa alltaf fyrir sínu




Það vor bakaðir kanilsnúðar í Brattholtinu í síðustu viku og þetta er mjög gömul uppskrift sem stendur þó alltaf fyrir sínu og ég fékk 140 snúða úr uppskriftinni en hér kemur hún:




UPPSKRIFT:
1 kg. hveiti
10 tsk lyftiduft
2 egg
1 msk kardimommudr.
2 bollar sykur
1 tsk natron
mjólk
250 gr smjör

Allt nema mjólkin sett í hnoðskálina og klipið saman með höndunum og þegar það er komið aðeins saman þá bæti ég mjólkinni  smátt og smátt út í það er ekki gefið upp hversu mikil mjólk fer í uppskriftina en ég hef sett einn bolla og bætt svo í eftir þörfum deigið á að vera aðeins blautt en ekki þunnt.
Setti þetta á borðið og hnoðaði vel saman og hafði hveiti á hliðarlínunni til að grípa í.

Deigið er skorið í nokkra bita og einn biti í einu flattur út á lengdina og passa bara að hafa  það ekki of þykkt.

Stráði kanilsykri yfir og passaði að hann færi vel út í öll horn og mér finnst gott að hafa mikinn kanil.

Síðan er þessu rúllað upp í pulsu og ég er er ekkert að skera endana af læt þá bara vera ójafna og baka endana með.

Skar þetta í hæfilega þykka bita það er bara smekks atriði hvað þeir eru hafðir þykkir.

Setti þá á bökunarplötu með smjörpappír gott að hafa smá pláss á milli því þeir stækka aðeins.

Bakaði þá í 15 mín eða þar til þeir voru orðnir aðeins brúnir, það er gott að breyta til og setja rabbabarasultu á lengjuna og rúlla henni upp þá vera snúðarnir líka mjög góðir, eins hef ég prófað að setja marsipan á þá og það er mjög gott líka svona til spari.


 FRÓÐLEIKUR.

Það er sagt að kanill sé ævaforn lækningajurt auk þess að vera eitt af mikilvægustu kryddum í heimi.

Kanill örvar blóðflæði og vermir kaldar hendur og fætur. Hann hefur bakteríu-,sveppa-og veirudrepandi áhrif og þykir góður við kvefi og flensum.

Kanill er líka styrkjandi fyrir meltingarfærin, talinn lækka blóðsykur og blóðfitu, auk þess góður við ógleði, upþembu, vindgangi, krömpum og niðrgangi. Kanill er einnig talinn örva tíðablæðingar og draga úr tíðaverkjum. Heimildir úr bókinni Ljúfmeti úr lækningajurtum eftir Albert Eiríksson og Önnu Rósu Róbertsdóttur grasalækni.

KANELSNÚÐAR ÖRVA GÓÐA SKAPIÐ OG FÆR FÓLK TIL AÐ BROSA!

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!