Hvernig fegra ég líf mitt ?

Ég hef verið að lesa bókina Fegraðu líf þitt eftir Victoriu Moran og ég hef lesið hana áður og það er svo skrítið þegar ég les svona sjálfshjálpar bækur aftur þá finn ég alltaf eitthvað nýtt í þeim sem höfðar til mín á þeirri stundu sem ég les þær. Fyrsti kaflinn í bókinni heitir fegraðu líf þitt.


í þetta sinn ætla ég að vinna smá verkefni upp úr bókinni og er byrjuð að skrifa niður í bók nokkrar línur eða spurningar og svörin við þeim.

1. Hugsaðu um alla þá stórkostlegu atburði sem þú hefur nú þegar upplifað,

 Hvaðan kemur þú? Hverju ertu stolt af?

Hverjir eru möguleikar þínir?

Hvað hefur þú séð?

Hverjum hefur þú hjálpað?

 Hvaða frábæra fólk hefur þú eignast að vinum?

hver er makinn, og hver eru börnin?

Hugsaðu um þetta allt  með þakklæti.

Þetta eru bara fyrstu spurningarnar í fyrsta kaflanum og það er mjög skemmtilegt að skoða þetta og skrifa það niður því að fyrir mig er ekki nóg að hugsa um hlutina ég þarf að hafa þá niður skrifaða til að sjá svörin á blaði og það er líka gaman að eiga þau.

Það gengur misvel að svara þessu og ég ætla að gefa mér 1 viku í það og halda svo áfram að fara yfir bókina og svara því sem vekur áhuga minn í henni og svo ætla ég að vinna áfram með svörin og skoða þau vel t.d. hef ég ekki verið mikið að velta því fyrir mér hverjir möguleikar mínir eru, eða yfir höfuð hef ég einhverja möguleika ? Ég hef heldur ekki skoðað það nýlega af hverju ég er stolt nema þá af börnunum mínum annað hef ég lítið hugsað út í  þetta er mjög spennandi verkefni.

Það er aldrei að vita nema ég setji eitthvað hérna inn þegar ég verð aðeins búin að skoða þetta og það væri gaman ef einhver annar gæti mögulega nýtt sér eitthvað að þessu fyrir sig.

Ég fór í bæinn í morgun til að kíkja á útsölur og ætlaði að skoða mér skó og það var aldeilis líf í tuskunum í búðunum en ég fór nú bara heim mér skóna sem voru á fótunum á mér og var að gera grín af því að ég væri orðin svo gömul að ég ætti bara að fá mér fótlaga skó eins og maður var á í gamla daga og viti menn sá ég ekki bæði fótlagaskó og mokkasíur þær eru aftur komnar í tísku. Hringrásin heldur áfram og það borgar sig bara að leigja gám og geyma alla gömlu skóna og fötin því þetta kemur alltaf í tísku aftur og hvaða máli skiptir það þótt ég passi ekki lengur í það ég er alla vega í tískunni :)


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!