Traustið er viðkvæmt !

Það má alveg líkja því að byggja upp traust við að rækta garðinn sinn, það tekur hvoru tveggja tíma og fyrirhöfn. Jarðvegurinn þarf að vera frjór, og svo eru sett niður fræ og þau spíra og verða af litlum plöntum og ef við vökvum vel, gefum áburð og og hlúum vel að plöntunum þá vaxa þær og dafna, það er eins með traustið.

Þetta er salatið sem ég er að rækta þetta sumarið
Traust er vandmeðfarið og viðkvæmt. Oft þurfum við tíma til að treysta fólki fyrir okkur og það er bara í góðu lagi gefum okkur þann tíma þann tíma, það er ekkert hægt að flýta þessu.

Ef brotið hefur verið á traustinu okkar þá getur það tekið okkur langan tíma að ná því til baka, ef við erum að lenda ítrekað í því þá þurfum við kannski að skoða hjá okkur hvað veldur? Er ég að treysta fólki of fljótt fyrir mér og mínum málum ? Þarf ég kannski að vanda mig aðeins betur hverjum ég ætla að treysta ?
Ef ég hef lent í því að eitthvað er gert á minn hlut endurtekið t.d. í sambandinu mínu og það leiðir til þess að ég hætti að treysta maka mínum fyrir mér þá er spurning hvað er eftir ? Undirstaða í öllum góðum samböndum hvort sem það er vinnátta eða ástarsamband verður að vera traust.

  Ef trúnaðarbrestur verður í sambandi getur tekið mörg ár og mikla vinnu að laga það og sumum tekst það,  oft er til mikils að vinna og að skilja er ekki endilega lausnin, en auðvitað verður hver og einn að ákveða það og það er nú einu sinni þannig að það veit enginn mema þeir sem hlut eiga að máli hvað er best hverju sinni og hvað fer fram fyrir luktum dyrum heima hjá manni.

En fólk er oft svo tilbúið að gefa ráð og við verðum þá bara ringlaðari eftir því sem góðu ráðin verða fleiri og þá getur verið gott að leita sér faglegar hjálpar.

Við hættum að treysta fólki ef það er endurtekið að gera eitthvað á okkar hlut  segir svo fyrirgefðu en gerir svo hlutinn aftur og aftur það er lítið að marka það.

Það getur verið vont að treysta engum fyrir sér og burðast einn með allt sem úrskeiðis fer það er mikið álag og ef mér líður þannig þá þarf ég að gera eitthvað í því.


Það er mjög gott að eiga einhvern að sem ég get treyst fyrir mér og mínum málum,  það þarf ekki að vera nema ein manneskja það er nóg við þurfum ekki að vera opin upp á gátt þannig að allir hafi aðgang að okkur eins og þeim sýnist það eru öfgvar í hina áttina.

Oft verðum við tortryggin með árunum það er þá líka ástæða fyrir því, það gerist ekki bara einn daginn þegar við vöknum eitthvað er búið að ganga á áður , ég hef líka oft  heyrt konur segja að þær treysti ekki öðrum konum hvað veldur því ?

það er yndislegt að fylgjast með litlum börnum, hvað þau eru ósnortin og treysta skilyrðistlaust þeim sem annast þau.
Einu sinni vorum við líka svona :)

Og það er hægt að læra aftur að treysta en það þýðir vinnu og hún getur verið erfið en uppskeran er rífleg.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!