Hlustaðu !!!!
Hlustaðu á aðra á sama hátt og þú vilt að aðrir hlusti á þig. Það er mikil kúnst að læra að hlusta á fólkið í kringum okkur , oft heyrum við bara brot af því sem þau segja. Af hverju er það? Ég held að það sé út af því að við viljum alltaf bregðat við á einhvern hátt og hjálpa fólkinu í kringum okkur, við förum strax í að hugsa um einhverja lausn fyrir viðkomandi og einhvers staðar á leiðinni hættum við að heyra hvað fólkið er að segja við okkur því að við erum svo upptekin af björgunar aðgerðum. Kannski þarf viðkomandi bara að láta einhvern hlusta á sig en vantar ekki björgun. Ég þekki þetta mjög vel sjálf ég byrjaði mjög ung að vera FRÚ RÁÐHILDUR og var ekkert að hugsa um hvort fólk vildi fá ráð hjá mér eða ekki, ég geri þetta ennþá en það kemur sjaldnar fyrir í dag en hér áður fyrr og þá helst í sambandi við börnin mín sem eru orðin fullorðið fólk og þurfa að reka sig á og gera sín mistök eins og ég þurfti að gera, það er allt annað leiðbeina ef be...