Posts

Showing posts from May, 2013

Hlustaðu !!!!

Image
Hlustaðu á aðra á sama hátt og þú vilt að aðrir hlusti á þig. Það er mikil kúnst að læra að hlusta á fólkið í kringum okkur , oft  heyrum við  bara brot af því sem þau segja. Af hverju er það? Ég held að það sé út af því að við viljum alltaf bregðat við á einhvern hátt og hjálpa fólkinu í kringum okkur, við förum strax í að hugsa um einhverja lausn fyrir viðkomandi og einhvers staðar á leiðinni hættum við að heyra hvað fólkið er að segja við okkur því að við erum svo upptekin af björgunar aðgerðum. Kannski þarf viðkomandi bara að láta einhvern hlusta á sig en vantar ekki björgun. Ég þekki þetta mjög vel sjálf ég byrjaði mjög ung að vera FRÚ RÁÐHILDUR og var ekkert að hugsa um hvort fólk vildi fá ráð hjá mér eða ekki, ég geri þetta ennþá en það kemur sjaldnar fyrir í dag en hér áður fyrr og þá helst í sambandi við börnin mín sem eru orðin  fullorðið fólk og þurfa að reka sig á og gera sín mistök eins og ég þurfti að gera, það er allt annað leiðbeina ef be...

Kjöthleifur með ítölsku mosó bragði !!!

Image
Það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana að ég hef varla tíma til að blogga eins og mér finnst það gaman :) Að blogga er eins og að tala við sjálfan sig og það er bara gott að minna sig á eitt og annað,  þegar ég elda eitthvað sem ég hef ekki gert áður og set það hérna inn og þá á ég uppskriftina, en það hefur oft verið þannig að ég man hana ekki næst þegar ég ætla að gera hana. Nú er ég með bók í eldhúsinu sem ég skrifa niður jafn óðum og ég geri eitthvað uppúr mér í matinn. Ég gerði kjöthleif á mánudagskvöldið og hann hefði dugað fyrir 6 en það kom svo enginn í mat hjá mér allir að vinna frameftir eða á einhverju flakki en ég smakkaði hann og svo hafði ég hann bara í matinn á þriðjudagskvöldið og hann var mjög góður. Það sem fór í kjöthleifinn:    600 gr. hakk átti svínahakk og notaði það 6 msk brauðrasp ( ég bý það alltaf til úr brauðafgöngum) 2 msk hveiti 3 litlar gulrætur 2 hvítlauksrif 1/2 stór laukur 1 egg 5 msk tómatsósan sem ég gerði um...

Föndur í sveitinni.

Image
'A laugardaginn brunaði ég úr bænum með henni systur minn og hundinum hennar ( Kátu ) og ferðinni var heitið í sumarbústaðinn hennar við Árnes. Við systur vorum búnar að ákveða að fara þessa ferð til að föndra, en hún systir mín er algjör snillingur í höndunum, og er búin að gera svo margt fallegt bæði í sumarbústaðnum og heima. Við komum við í Hveragerði í gróðrastöðinni hjá henni Ingibjörgu og það var veslað smávegis af kryddjurtum og matjurtum til að setja í garðinn heima það var dumbungur í lofti og ekkert sérlega hlýtt og þess vegna tilvalið að vera bara inni að föndra. Það voru teknar með krukkur og koppar til að fegra og ég tók  alla blómapottana mína sem eiga að vera á pallinum með til að fríska upp á þá með því að spreyja þá í nýjum lit  það var nú frekar hvasst en mér tókst að spreyja 1 pott og 3 kertafötur og nokkra fingur og eitt handabak :) Það voru líka glansmyndir, servettur, perlur og svo málning fyrir tré og gler frá Mörtu Stewart með í ...

Ótti.....

Image
Óttist ekki að lífið taki enda, frekar að það hafi aldrei byrjað. J. H. Newman. Erum við að láta ótttann við nýja hluti stoppa okkur? t.d þegar okkur langar að elda einhvern mat sem við höfum aldrei gert áður eða baka einhverja köku sem okkur hefur lengi langað að baka? Hvað er það versta sem getur gerst jú það sem hefur oft komið fyrir hjá mér að maturinn verði ekki eins góður og ég vonaðist til eða kakan féll í ofninum. Þá er alltaf hægt að redda sér út úr því það má bæta kryddi eða jafnvel smá sykri út í matinn og smakka hann til þar til við verðum ánægð og þótt hann sé ekki alveg eins og við sáum á myndinni sem fylgdi uppskriftinni þá er það bara fínt, þetta verður þá bara okkar útgáfa.    Ég hef oft bakað  marengs í gegnum tíðina og hann var nú ekki alltaf eins og hann átti að vera hjá mér eða þegar ég var loksins búin að gera hann fínan þá datt hann í gólfið og brotaði eða eitthvað álíka gáfulegt, og oft hafa kökur fallið í ofninum eða þegar ég hef verið ný...

Draumadagbók hvað er nú það ?

Image
Margir segja að þá  dreymi reglulega og aðrir segja að þeir dreymi aldrei, ég er ein af þeim sem dreymir mikið og man draumana mína oftast mjög vel þegar ég vakna á morgnana. Fyrir nokkrum árum síðan hélt ég draumadagbók og það er nú aldeilis spennandi fyrir þá sem hafa gaman af draumum að halda eina slíka og ég hvet alla drauma áhugamenn að gera það.   Þegar ég hélt þessa dagbók var ég með hana á náttborðinu mínu og skrifaði í hana um leið og ég vaknaði og mundi drauminn ennþá ég skrifaði líka aðeins hvað ég var að gera hverju sinni  í bókina til að geta svo tengt saman hvað var í gangi hjá mér og hvað hafði ræst af þessum draumum mínum. Með þessu lærði ég hvað mínir draumar þýddu fyrir mig og oft var haft samband við mig ég ég beðin að ráða drauma fyrir fólk, sem er bara skemmtilegt og auðvitað ber að taka þessu öllu með fyrirvara. Ég er með svona draumafangara í glugganum í svefnherbeginu mínu því að ekki ætla ég að missa af einhverjum frábærum dra...

Fóturinn er meistaraverk

Image
Fóturinn er meistaraverk, sem varðveita skal frá vöggu til dauða stendur á heimasíðu fótaaðgerðartstofu hér í borg, og mikið er ég sammála þeim. Þegar ég hugsa um hvernig ég hef komið fram við fæturnar mínar í gegnum tíðina þá skil ég ekkert í því hvað þeir eru þó brattir ennþá, þótt ég sé nú orðin  fótfúnari núna í seinni tíð, sem ég var nú ekki á mínum gullaldarárum :)  En ég fann nú ráð við því skal ég segja ykkur : í síðustu viku fór ég full af orku og vinnugleði hérna út í garð með viðarvörn í dós og pensil í hönd  nú átti sko að taka á því og viðarverja hægri vinstri, sem og ég gerði bar á grindverkið á pallinum og byrjaði utan frá og var mjög fagleg við þetta. Þegar leið á varð ég bæði þyrst og svöng og æddi út í Bónus í rósóttu gúmmí-skónum, með eiturgrænt buff á höfðinu og í mínum sérstöku garðbuxum það var mikill sláttur á frúnni. Ég fékk mér svo kaffi og með því eins og sannur vinnumaður og var snögg að því og skundaði út í garð aftur til að halda verkinu á...

Kleinur er það heillin !!

Image
Já það er ekki öll vitleysan eins hjá mér þessa dagana, í gærmorgun vaknaði ég fyrir klukkan fimm um morguninn og reyndi að sofna aftur en ég var bara alveg úthvíld, enda ekki búin að gera svo mikið á Hvítasunnudag annað en að Hvíla, hvíla og hvíla sig meira. Svo að ég ákvað að nota morguninn í að gera kleinur var búin að vera að hugsa um það í einhvern tíma að drífa mig í það. KLEINU UPPSKRIFT FRÁ ÞÓRUNNI 2 kg hveiti 500 gr sykur ( ég notaði 350 gr ) 200 gr smjörlíki 4 egg 100 gr lyftiduft 3 tsk hjartarsalt 5 tsk kardimommudropar 1 ltr súrmjólk 2 dl mjólk  Ég er ekki ennþá búin að prófa að nota olíu í kleinurnar, ætla einhvern tímann að gera litla uppskrift og prófa það, ég set öll hráefnin í stóra hnoðskál og klíp þau saman. Þetta er kleinujárnið mitt mamma á mjög flott gamalt járn en þetta er eitthvað sem ég fann í búsáhaldabúð fyrir einhverjum árum síðan og hefur bara reynst mér vel. Ég set alla súrmjólkina í blönduna smátt ...