Föndur í sveitinni.
'A laugardaginn brunaði ég úr bænum með henni systur minn og hundinum hennar ( Kátu ) og ferðinni var heitið í sumarbústaðinn hennar við Árnes. Við systur vorum búnar að ákveða að fara þessa ferð til að föndra, en hún systir mín er algjör snillingur í höndunum, og er búin að gera svo margt fallegt bæði í sumarbústaðnum og heima. Við komum við í Hveragerði í gróðrastöðinni hjá henni Ingibjörgu og það var veslað smávegis af kryddjurtum og matjurtum til að setja í garðinn heima það var dumbungur í lofti og ekkert sérlega hlýtt og þess vegna tilvalið að vera bara inni að föndra.
Það voru teknar með krukkur og koppar til að fegra og ég tók alla blómapottana mína sem eiga að vera á pallinum með til að fríska upp á þá með því að spreyja þá í nýjum lit það var nú frekar hvasst en mér tókst að spreyja 1 pott og 3 kertafötur og nokkra fingur og eitt handabak :)
Það voru líka glansmyndir, servettur, perlur og svo málning fyrir tré og gler frá Mörtu Stewart með í ferðinni, og nú var bara að ráðast til atlögu og prófa. Og þetta var bara mjög gaman og við hlógum mikið á meðan við gerðum þetta.
( sem er náttúrulega aðalmálið).
Ég tók þessa könnu sem var orðin mjög sjúskuð og setti á hana doppur ( elska doppur) og reyndi að hressa upp á myndina sem var á henni en svo ákvað ég bara að mála yfir hana alla og líma einhvað skraut sem ég átti á hana og hún er bara fín svona eða það finnst mér.
Þá var næst að spreyta sig á krukkum það var bara gaman ég lýmdi glansmyndir og notaði svo efni til að gera þær mattar yfir og þá eiga þær að vera alveg vatnsþéttar.
Svo prófaði ég að mála eina rauða og líma eitthvað glingur á hana og viti menn það kemur falleg birta af henni þegar sett er í hana kertaljós þannig að hún fær stað á pallinum þótt hún sé halló og við systur hlógum mikið af henni.
Restina af krukkunum setti ég inn á bað þar sem ég get notað þær undir spennur og smádót, en á eftir að setja blúndu á lokið á þeim en það verður fallegra.
Við hættum rétt fyrir kvöldmat sáttar með þessa frumraun okkar í krukku bransanum og eigum örugglega eftir að gera þetta aftur nóg er til að krukkum á þessum bæ.
Ég tók líka með mér saumadót og kláraði þenna dúk sem á að fara inn í brauðkörfu átti bara nokkur spor eftir og svo handsaumaði ég blúnduna á og var bara ánægð með útkomuna.
Það er aldrei að vita nema þessi dúkur lendi í jólapakkanum hjá ienhverjum í ár :)
Það er svo fallegt og skemmtilegt sumarhúsið hennar systur minnar og mér líður alltaf vel að koma þangað og finnst svo skemmtilegt að hafa pottana og pönnurnar svona hangandi í loftinu og vildi svo gjarnan hafa þetta svona í mínu eldhúsi.
Ebba mín takk fyrir frábæra samveru um helgina :)
Comments