Draumadagbók hvað er nú það ?
Margir segja að þá dreymi reglulega og aðrir segja að þeir dreymi aldrei, ég er ein af þeim sem dreymir mikið og man draumana mína oftast mjög vel þegar ég vakna á morgnana. Fyrir nokkrum árum síðan hélt ég draumadagbók og það er nú aldeilis spennandi fyrir þá sem hafa gaman af draumum að halda eina slíka og ég hvet alla drauma áhugamenn að gera það.
Þegar ég hélt þessa dagbók var ég með hana á náttborðinu mínu og skrifaði í hana um leið og ég vaknaði og mundi drauminn ennþá ég skrifaði líka aðeins hvað ég var að gera hverju sinni í bókina til að geta svo tengt saman hvað var í gangi hjá mér og hvað hafði ræst af þessum draumum mínum.
Með þessu lærði ég hvað mínir draumar
Ég er með svona draumafangara í glugganum í svefnherbeginu mínu því að ekki ætla ég að missa af einhverjum frábærum draumi !!! nei ekki aldeilis.
það er ekkert nýtt hérna á íslandi að fólk spái í drauma eins og kemur fram hérna að neðan en ég rakst á þessa skemmtilegu og auðlesnu síðu og hvet ykkur til að skoða hana. þar kemur þetta fram um drauma.
Draumar og forspár
Höfundar Íslendingasagnanna kunna ýmis ráð til að halda lesendunum spenntum. Þeir gefa til dæmis vísbendingar um hvað muni gerast síðar í sögunni. Yfirleitt birtast þessar vísbendingar þannig að einhvern dreymir merkilegan draum sem klókur maður er fenginn til að ráða. Þær geta líka falist í því að einhver sér fram í tímann þótt hann sé glaðvakandi. Þá birtast ýmis tákn eins og rennandi blóð og dauð dýr sem eiga að benda til skelfilegra atburða. Algengt er að svona forspá sé sett fram í vísu og stundum er hún á hálfgerðu dulmáli til þess að halda spennunni.
Þessi draumkennda glermynd er í stofuglugga hjá mér og hún heitir Vor og er eftir frænku mína sem heitir Selma Hannesdóttir og er glerlistakona.
Ég á mér uppáhalds drauma sem ég man alltaf og hafa mikla þýðingu fyrir mig, og svo á ég mér líka framtíðar drauma sem skipta mig miklu máli líka.
Það er með þetta eins og annað bara að hafa gaman að þessu og leyfa sér að skoða þetta með opnum huga.
Comments