Hlustaðu !!!!
Hlustaðu á aðra á sama hátt og þú vilt að aðrir hlusti á þig.
Af hverju er það? Ég held að það sé út af því að við viljum alltaf bregðat við á einhvern hátt og hjálpa fólkinu í kringum okkur, við förum strax í að hugsa um einhverja lausn fyrir viðkomandi og einhvers staðar á leiðinni hættum við að heyra hvað fólkið er að segja við okkur því að við erum svo upptekin af björgunar aðgerðum. Kannski þarf viðkomandi bara að láta einhvern hlusta á sig en vantar ekki björgun.
Ég þekki þetta mjög vel sjálf ég byrjaði mjög ung að vera FRÚ RÁÐHILDUR og var ekkert að hugsa um hvort fólk vildi fá ráð hjá mér eða ekki, ég geri þetta ennþá en það kemur sjaldnar fyrir í dag en hér áður fyrr og þá helst í sambandi við börnin mín sem eru orðin fullorðið fólk og þurfa að reka sig á og gera sín mistök eins og ég þurfti að gera, það er allt annað leiðbeina ef beðið er um ráð heldur en að vera alltaf með " ráð undir rifi hverju" fyrir alla. Einu sinni sagði við mig kona:
" ég er orðin svo þreitt á fólkinu í kringum mig það hlustar ekkert á mig þetta eru eintóm viskustikki sem ég þekki" Mér fannst þetta mjög skemmtilega að orði komist hjá henni því að allir vildu gefa henni af visku sinni en enginn vildi hlusta á hennar visku.
Það er mikil kúnst að læra að hlusta á fólkið í kringum okkur ,oft heyrum við bara brot af því sem þau segja.
" ég er orðin svo þreitt á fólkinu í kringum mig það hlustar ekkert á mig þetta eru eintóm viskustikki sem ég þekki" Mér fannst þetta mjög skemmtilega að orði komist hjá henni því að allir vildu gefa henni af visku sinni en enginn vildi hlusta á hennar visku.
Það eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga ef einhver þarf að fá ljáð eyra hjá okkur:
Gefðu þér tíma til að setjast niður á meðan samræðurnar fara fram.
Ekki vera fyrir framan sjónvarpið ef kveikt er á því þegar þú ætlar að hlusta því að þú ferð ósjálfrátt að gjóa augunum á það.
Ef einhver hringir í þig og þú ert upptekin fáðu þá að hringja aftur til baka þegar þú ert með hugann við símann, ekki hlusta á einhvern sem er mikið niðri fyrir á meðan þú ert að strjúka úr pottaskápnum hjá þér eða horfa á uppáhalds sjónvarps þáttinn þinn á meðan.
Reyndu að horfa á viðkomandi en ekki út um gluggan og gefðu honum tíma til að klára sitt mál áður en þú grípur frammí.
Ef það er mikið að gera hjá öllum þá getur verið gott að hafa bara ákveðinn tíma vikunnar þar sem slökkt er á síma og sjónvarpi og fólk talar saman og hlustar líka.
Fyrir nokkrum árum síðan sótti ég yngstu dætur mínar oft í vinnuna á kvöldin og oft var ég orðin syfjuð og pirruð þegar ég gerði þetta og eyddi tímanum í bílnum til að tauta og fjasa yfir þeim og það hefur örugglega verið óþolandi fyrir þær, en oftast notaði ég tækifærið til að spjalla við þær og það var góð leið til að fylgjast með því sem þær voru að gera.
Oft var það líka fróðlegt ef þær voru báðar í bílnum að hlusta á það sem þær voru að segja oft gleymdu þær því að ég var þarna og þá fékk ég fullt af upplýsingum sem ég hefði annars ekki fengið.
Ég er að reyna að vanda mig við gefa mér tíma til að hlusta á þá sem mér þykir vænt um, það getur ekki verið svo mikilvægt að klára að vaska upp eða setja í vél að það megi ekki bíða á meðan fólkið okkar er að tala.
Ég hef oft farið svo hratt yfir og ekki tekið nógu vel eftir og hef ábyggilega misst af mörgu sem sagt hefur verið, en ég hef líka oft vandað mig og hlustað alla leið.
Munum að það sem er að gerast og sagt er akkúrat núna kemur aldrei aftur, og þess vegna er mikilvægt að vera í núinu og gefa sér tíma fyrir þá sem við elskum. Mindfullnes/ gjörhygli hefur hjálpað mér svo mikið í þessu.
Comments