Ótti.....

Óttist ekki að lífið taki enda, frekar að það hafi aldrei byrjað.
J. H. Newman.
Erum við að láta ótttann við nýja hluti stoppa okkur? t.d þegar okkur langar að elda einhvern mat sem við höfum aldrei gert áður eða baka einhverja köku sem okkur hefur lengi langað að baka?
Hvað er það versta sem getur gerst jú það sem hefur oft komið fyrir hjá mér að maturinn verði ekki eins góður og ég vonaðist til eða kakan féll í ofninum.
Þá er alltaf hægt að redda sér út úr því það má bæta kryddi eða jafnvel smá sykri út í matinn og smakka hann til þar til við verðum ánægð og þótt hann sé ekki alveg eins og við sáum á myndinni sem fylgdi uppskriftinni þá er það bara fínt, þetta verður þá bara okkar útgáfa.
   Ég hef oft bakað  marengs í gegnum tíðina og hann var nú ekki alltaf eins og hann átti að vera hjá mér eða þegar ég var loksins búin að gera hann fínan þá datt hann í gólfið og brotaði eða eitthvað álíka gáfulegt, og oft hafa kökur fallið í ofninum eða þegar ég hef verið nýbúin að taka þær út.  Ég hef ákveðið að gera það sem mistekst hjá mér bara aftur og vera ekki að eyða tíma í að óttast að mér takist það ekki.

Það hafa líka orðið til frábærar uppskriftir þegar eitthvað hefur ekki orðið eins og til stóð, t.d fyrsta jólasteikin mín sem gift kona maðurinn var vanur að fá nýjan svínabóg og mamma hans gerði þessa fínu brúnu sósu með honum, svo gaf hún mér uppskriftina og ég vandaði mig mjög mikið en sósan varð hræðilega vond hjá mér, tárin trilluðu niður kinnarnar og nú voru góð ráð dýr það var aðfangadagur og allt átti að vera fullkomið.

Ég ákvað að sjóða svínatening í vatni og það var ennþá til smá kjötsoð og ég notaði það, ég átti líka ananas í dós og setti safann af honum út í og svo þykkti ég sósuna og kryddaði hana til og setti rjómaslettu og svo ananas bitana út í og lét þá hitna í gegn. Síðan þetta gerðist hefur þetta verið besta sósa sem mitt fólk hefur fengið og ég má alls ekki breyta henni.

Ef þessi rós hefði verið hrædd við að springa út hefðum við aldrei fengið að njóta hennar, eins er það með okkur mannfólkið ef að við erum alltaf að bíða eftir að eitthvað verði fullkomið svo við getum gert það, þá líður lífið hjá og við höfum eitt okkar dýrmæta tíma í ótta og bið og gefum okkur aldrei tækifæri   til að blómstra.
Það er gott að vera varkár og æða ekki áfram endalaust og hugsa aldrei áður en við framkvæmum, en verum bara ekki að bíða endalaust eftir því að lífið byrji hjá okkur, þegar það er löngu byrjað og verum ekki bara áhorfendur af því að óttinn stjórnar okkur.

Í gegnum tíðina hef ég hitt fyrir margt sem ég hef óttast og stundum hef ég staldrað við og skoðað hvað er það sem ég hræðist og af hverju er ég óttaslegin við að halda áfram?  Hvað er það versta sem getur gerst hjá mér ef ég fer  þangað eða geri þetta ?

Þetta eru spurningar sem ég hef oft þurft að svara fyrir mig sjálfa það er bara allt í lagi en ef ég hefði bara beðið og aldrei tekið áhættu og stigið inn í óttann minn,  þá veit ég ekki hvar ég væri í dag.

Ég veit samt að ég væri ekki búin að vinna við það sem ég elska að gera í rúm 12 ár ef ég hefði ekki stokkið út í óvissuna á sínum tíma og ég er svo þakklát í dag að ég gerði það með góðra manna hjálp.

Það óþekka er oft bara gleði sem við höfum ekki ennþá hitt.  Við getum aldrei komist hjá því að lenda í slæmum hlutum þótt við sitjum bara heima og óttumst lífið.  Við höfum lykilinn að okkar eigin búri og getum freslað okkur frá óttanum,  þegar við notum allt það hugrekki og innri styrk sem  býr innra með okkur til að yfirvinna óttan.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!