Kjöthleifur með ítölsku mosó bragði !!!

Það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana að ég hef varla tíma til að blogga eins og mér finnst það gaman :) Að blogga er eins og að tala við sjálfan sig og það er bara gott að minna sig á eitt og annað,  þegar ég elda eitthvað sem ég hef ekki gert áður og set það hérna inn og þá á ég uppskriftina, en það hefur oft verið þannig að ég man hana ekki næst þegar ég ætla að gera hana. Nú er ég með bók í eldhúsinu sem ég skrifa niður jafn óðum og ég geri eitthvað uppúr mér í matinn. Ég gerði kjöthleif á mánudagskvöldið og hann hefði dugað fyrir 6 en það kom svo enginn í mat hjá mér allir að vinna frameftir eða á einhverju flakki en ég smakkaði hann og svo hafði ég hann bara í matinn á þriðjudagskvöldið og hann var mjög góður.
Það sem fór í kjöthleifinn:
  
600 gr. hakk átti svínahakk og notaði það
6 msk brauðrasp ( ég bý það alltaf til úr brauðafgöngum)
2 msk hveiti
3 litlar gulrætur
2 hvítlauksrif
1/2 stór laukur
1 egg
5 msk tómatsósan sem ég gerði um daginn ( setti uppskrifina inn hérna)
2 msk rjómaostur
3 blöð af basiliku
1 tómatur
25 gr smjör
rifinn ostur
Ég pressaði hvítlaukinn í þetta sinn út í hakkið
Skar laukinn í litla bita og setti hann í pott með smá olíu og lét hann aðeins mýkjast svo að hann samlagaðist deiginu betur og síðan bætti ég honum út í hakkið
Því næst reif ég gulræturnar á rifjárni og bætti þeim út í hakkið
Setti í skálina hakk, hvítlauk, lauk, krydd, brauðrasp, egg, hveiti og gulræturnar og að síðustu bætti ég tómatsósunni út í ( en í henni er hvítlaukur, krydd og tómatar) Það er hægt að nota spagettisósuna sem fæst í krukkum út í þetta. Ég hrærði varlega í þessum með sleif og siðan hnoðaði ég það betur saman og kannski þarf að bæta meira af brauðrspi út í það fer eftir því hvað deigið er blautt og það var frekar blautt hjá mér út af gulrótunum.
Ég setti 2 msk af rjómaosti í skál og henti henni smá stund í örbylgjuna hálfa mínútu eða svo rétt til að mýkja hann.
Þá skar ég basilikkublöðin smátt ( mín eigin ræktun) og setti þau út í ostinn.
Setti helminginn af kjötdeiginu í eldfastmót og mótaði hann og hafði smá rauf í miðjunni
Smurði rjómaosta blönduna á hleifinn og raðaði tómatasneiðum þar ofan á
 Retin af  kjötinu sett ofan á og þjappað vel saman svo að osturinn leki ekki út og um að gera að vanda sig og hafa hleifinn fallegan í laginu :)
Bræddi smá smjörklípu c.a 25 gr í örbylgjunni og hellti því yfir hleifinn
Tómatsósa ( þessi sem í setti út í deigið) sett ofan á líka
Þá var rifinn ostur settur yfir sósuna setti hleifinn í heitan ofn 220 gr. í 10 mín og svo lækkaði ég hitann í 150 og hafði hann 25mín í viðbót.
Sauð Tagliatelle samkvæmt leiðbeiningum til að hafa með ( þarna hélt ég að einhver kæmi í mat)
Svona leit kjöthleifurinn út eldaður.
Það er hægt að nota þessa uppskrift í allskonar kjöthleifa um að gera að prófa sig áfram :)



Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!