Posts

Ást um ást til ástar

Image
Ég hef verið að velta  orðinu ást  fyrir mér undanfarið hvað þýðir það?  Er hægt að mæla hana?   Er hún beitthvað sem þú upplifir einu sinni eða getur þú elskað nokkrum sinnum, kannski marga í einu?  Eru fleiri en ein tegund af ást? Já stórt er spurt og er eitthvað eitt rétt svar við þessu ég er ekki viss. Sigmund Freud sagði: Án ástar, ekkert líf- án átaka, enginn þroski og er það ekki svo t.d í samböndum að það verða alltaf átök eða eru til sambönd þar sem fólk tekst ekki á ? Ég hef verið svo heppin að fá að elska marga og á mismunandi vegu og nýjasta ásin í lífi mínu eru litlu börnin og það er svo gott að finna þessa hreinu tilfinningu til þeirra og hvað þau gefa mikið á móti án skilyrða. Ástin á börnunum mínum er eitthvað sem ég er svo þakklát fyrir, að geta fundið fyrir þessari djúpu ást á þeim og finn fyrir stolti hvað þau eru frábærar manneskjur. Systur eru fjársjóður stendur skrifað á skilti sem ég sá,  það er svo sannarlega r...

Ný tækifæri.

Image
Á hverjum degi stend ég frammi fyrir nýju tækifæri og nú er 5 jánúar þanning að ég á að minnsta kosti eftir 361 tækifæri með deginum í dag og nú þarf ég að ákveða hverning ég ætla að nýta mér þessi tækifæri. Ég ætla að ganga út frá því að ég fái að lifa allt þetta ár en auðvitað get ég ekki verið viss en er búin að ákveða að lifa hvern dag eins vel og ég get, og það þýðir að ég ætla að vanda mig í samskiptum, hugsa vel um sjálfa mig, rækta vináttuna og fjölskylduna vel. Ég ætla líka að reyna að finna húmorinn minn aftur, en það hefur verið svolítið djúpt á honum undanfarið, húmorinn hefur hjálpað mér í gegnum mjög margt í lífinu og ég hef oft brugðið mér í trúðinn til að fara í gegnum allskonar erfileika. Trúðurinn er ein lýsing á uppkomnu barni alkóhólista:  Sum börn nota húmorinn til að létta andrúmsloftið á heimilinu ef það er erfitt og svo fylgir þetta manni inn í fullorðisárin og getur bæði hjálpað og einning verið manni fjötur um fót að því leiti að í stað þess...

Allt sem er frábært !!

Image
Nú er nýtt ár framundan og þá er gott að skoða hvað árið sem er að líða hefur fært mér og þar er margt að þakka. Í febrúar bættist við í fjölskylduna mína þessi fallega ömmu stúlka hún fékk nafnið Lísa Mjöll sem passar henni mjög vel því að hún kann svo sannarlega að senda frá sér ljós. Og ég varð strax ástfangin af henni og hef fengið að njóta þess að vera með í hennar lífi og ætla að leggja mig fram við að halda því áfram. Lísa varð líka til þess að ég kynntist yndislegu fólki sem eru amma og afi föðurmegin og það er mjög dýrmætt fyrir mig. Árið fór vel með fólkið mitt og þeim gekk öllum vel á þessu ári sem er að líða og það er langt síðan það hefur verið svona mikill stöðuleiki í kringum mig og það ber að þakka. Vinnulega gekk mér vel og hef fengið að taka þátt í mörgum kraftaverkum þar og stundum hef ég efast um sjálfa mig þar en á þessu ári fékk ég einhvern veginn vissu um að ég væri á réttri hillu í því sem ég er að gera og það er svo góð tilfinning. ...

Breytingar

Image
Breytingar eru oft erfiðar og fara misvel með okkur, undanfarið er ég að upplifa allskonar tilfinningar tengdar þeim. Um helgina var ég að taka fram jóladótið og það var mjög erfitt því að þetta eru önnur jólin mín sem ég er að gera þetta ein, í fyrsta skiptið á ævinni er enginnn sem er að velja með mér jólatré eða taka þátt í öðrum undirbúningi, en það er allt í lagi ég get þetta alveg ein og er búin að taka ákvörðun um að kaupa mér ekki jólatré. Ég er svo heppin að eiga börnin mín sem ég verð með um jólin því miður eru ekki allir svo heppnir, en það þýðir ekki að ég meigi ekki finna fyrir því að þessar breytingar eru erfiðar, en ég ætla ekki að dvelja í þeim heldur halda áfram og njóta. Það eru margir sem eru í sömu sporum og ég, og það fer misvel í fólk að vera eitt og þá er alltaf spurning um hvað hægt er að gera. Það er hægt að búa sér til sín jól og jólahefðir og gera eitthvað nýtt sem þig hefur kannski alltaf langað til að gera, ég er t.d. að fara í fyrst...

Það er ekki allt sem sýnist

Image
Enn og aftur er kominn sunnudagur og ég sest við skriftir, það sem mig langar að segja þennan morguninn er það er ekki allt sem sýnist. Og hvað á ég við með því jú við vitum ekki allt um fólk og ættum því að fara spaarlega með að dæma aðra og þeirra líf því að við vitum ekki hvað fer fram á  bak við lokaðar dyr og stundum líta hlutirnir einhvern veginn út en eru svo alls ekki svoleiðis. Mér er minnisstætt sem ég heyrði konu segja fyrir mjög mörgum árum síðan en hún hafði verið að hún hélt í góðu hjónabandi en svo kom maðurinn hennar heim dag einn í byrjun september og sagði henni að hann vildi skilnað , hún var algjörlega varnarlaus og hélt að allt væri í lagi hjá þeim.  Auðvitað var konan í sjokki yfir þessu og fór að kafa í hvað hefði gerst og hvað hún hefði gert rangt og allt það sem fólk fer í gegnum þegar það skilur , hún sagði að fólk hefði talaði um það eftirá að þau hefðu litið út fyrir að fera fullkomin hjón, sem þau kannski voru einhvern tímann en m...

Sunnudagar til sælu

Image
Ég elska að vakna snemma á sunnudögum og fá mér gott kaffi og meðlæti,  sitja í kyrrðinni og skrifa eða lesa. Í morgun vaknað ég mjög snemma veit ekki hvort það er aldurinn eða bara búin að hvílast nóg, enda skiptir það kannski ekki öllu máli. ég er að lesa nokkrar bækur núna eins og svo oft áður og ein af þeim heitir " Hamingjan eflir heilsuna" og hún fjallar um jákvæða sálfræði og í einum kaflanum er fjallað um hvað það er sem getur aukið vellíðan og þetta eru fimm atriði sem er talað um. 1. Ræktaðu samskipti:  Ég er að reyna mitt besta til að vera í góðum samskiptum við fólkið mitt, en stundum finnst mér ég ekki gera nóg og þá eykur það ekki vellíðan hjá mér, heldur fer ég að skamma mig fyrir að standa mig ekki betur, ég var að hugsa um þetta þegar ég vaknaði í morgun og hverning ég gæti bætt úr þessu. Ég verð að sætta mig við að það eru bara 24 tímar í sólarhring og 8 af þeim fara í vinnu og þá eru 16 eftir og það er oft talað um að ná 8 tíma svefni sé nauð...

Fegurð í frostinu

Image
Í morgun var ég að setja mynd á instagram sem ég tók um síðustu helgi af frosnum polli og ég heillaðist af munstrinu sem var í frostinu.  Ég var með vinkonu minni til margra ára í sumarbústað á Flúðum og við fórum í bíltúr og m.a á Friðheima þar sem myndin var tekin. Þegar ég var að skrifa við myndina "fegurðin í frostinu" fór ég að hugsa um það sem við vorum að ræða í bústaðnum, hún var að tala um eitthvað sem gerðist fyrir langalöngu og ég komst að því hvað það er margt sem ég man ekki frá því að ég var yngri og ég velti því fyrir mér hvort það sé gott eða slæmt. Er það kannski fegurðin í frostinu að maður man ekki óþægilega hluti nema eins og ég höndla þá ? Er það frost og þegar kemur þýða þá get ég tekist á við hana smátt og smátt, sumt er svo sárt að það er óþægilegt að horfast í augu við það, en margt af því þarf að afgreiða og það hef ég gert. Er ekki bara allt í lagi að sumt sé í frosti? þarf maður að vita allt ? Er kannski bara gott að vita ekki allt og...