Sunnudagar til sælu

Ég elska að vakna snemma á sunnudögum og fá mér gott kaffi og meðlæti,  sitja í kyrrðinni og skrifa eða lesa.

Í morgun vaknað ég mjög snemma veit ekki hvort það er aldurinn eða bara búin að hvílast nóg, enda skiptir það kannski ekki öllu máli. ég er að lesa nokkrar bækur núna eins og svo oft áður og ein af þeim heitir " Hamingjan eflir heilsuna" og hún fjallar um jákvæða sálfræði og í einum kaflanum er fjallað um hvað það er sem getur aukið vellíðan og þetta eru fimm atriði sem er talað um.

1. Ræktaðu samskipti:  Ég er að reyna mitt besta til að vera í góðum samskiptum við fólkið mitt, en stundum finnst mér ég ekki gera nóg og þá eykur það ekki vellíðan hjá mér, heldur fer ég að skamma mig fyrir að standa mig ekki betur, ég var að hugsa um þetta þegar ég vaknaði í morgun og hverning ég gæti bætt úr þessu.
Ég verð að sætta mig við að það eru bara 24 tímar í sólarhring og 8 af þeim fara í vinnu og þá eru 16 eftir og það er oft talað um að ná 8 tíma svefni sé nauðsynlegt. Og þá eru 8 tímar eftir til að skipta á milli allra hinna atriðana og að rækta samskiptin.

2. Hreyfðu þig:  Já ég er að reyna það, fer í sundleikfimi 2 x í viku og langar að bæta við mig göngu 2 x í viku, veit að hreyfing er nauðsynleg fyrir líkamlega og andlega heilsu, en ef hún fer að verða kvöð þá hlýtur hún að vera óholl.
Það fara 2 tímar eftir vinnu á mán, og miðvikudögum í sundið og ég er að koma heim um 19.30 og er búin að vera að síðan kl. 6.00 um morguninn og þá er ég stundum þreitt og nenni ekki út aftur til að fara í heimsóknir, en lagði það á mig að fara 5 miðvikudaga beint úr sundinu á námskeið í Endurmenntun sem ág hafði mikninn áhuga á og þá var ég að koma heim um 22.30.
Þá var ég mjög þreitt á fimmtudögum eftir að hafa verið að sinna félagslífii, menntun og hreyfingunni.

3. Haltu áfram að læra: Ég e alltaf að reyna að læra nýja hluti og fer á allskonar stutt og lengri námskeið nú er ég búin að skrá mig í U3A sem er Háskóli þriðja tímabilsins og þeir eru með mjög áhugaverða fyrirlestra á þriðjudögum frá 16.30-17.30 og mig hefur lengi langað og hafði mig af stað síðasta þriðjudag og þá var ég líka búin að ákveða að heimsækja litlu fjölskylduna mína í vesturbænum svo að ég dreyf mig til þeirra eftir fyrirlesturinn og borðaði með þeim og lék við barnabarnið og var komin heim um 20.00 og þá var nú ekki mikið þrek eftir, nema til að koma sér í slökun.

4. Taktu eftir:  Þarna er verið að tala um að taka eftir því smáa og stóra í kringum okkur, ég held að það sé allt í lagi með það hjá mér t.d tek ég mikið af myndum af allskonar sem verður á vegi mínum og aðrir taka kannski ekki eftir og sé fegurðina í því. Einning stunda ég núvitund og það hjálpar til að vera hér og nú og taka eftir andardrætti, líðan, umhverfi og hljóðum og mér finnst ég vera orðin nokkuð góð í þessu, einning er talað um að vera svolítið forvitinn og það er einmitt það sem ég er, alltaf að skoða allskonar bækur og síður á netinu og reyni að fylgjast með því sem skiptir mig máli.

5. Gefðu af þér: Já þetta síðasta atriði er mjög gott því að ég finn að ef ég gef af mér þá líður mér vel, einning er talað um að gera eitthvað t.d óvænt fyrir fólkið í kringum þig og stundum hef ég gert það og ég er búin að ákveða að næstu 3 vikur ætla ég að vinna sérstaklega með þetta og það verður spennandi að taka þetta fyrir og sjá hverning það tekst.

Ég held að ég sé bara að standa mig ágætlega samkvæmt þessari bók og ætla að muna að það eru 24 tímar í sólarhring og að annað fólk getur líka borið ábyrgð á samskiptum við mig, og ég held að vinnan sé aðeins að þvælast fyrir mér þessa dagana það er svo margt skemmtilegt í boði en ég kemst bara ekki yfir allt og verð því að velja vel og það sem skiptir mig mestu máli og njóta þess að líða svona vel og það er mikilvægt að muna að það eru gæði samskiptana sem skiptamæra máli heldurinn tíminn sem fer í þau.



Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!