Ný tækifæri.

Á hverjum degi stend ég frammi fyrir nýju tækifæri og nú er 5 jánúar þanning að ég á að minnsta kosti eftir 361 tækifæri með deginum í dag og nú þarf ég að ákveða hverning ég ætla að nýta mér þessi tækifæri.



Ég ætla að ganga út frá því að ég fái að lifa allt þetta ár en auðvitað get ég ekki verið viss en er búin að ákveða að lifa hvern dag eins vel og ég get, og það þýðir að ég ætla að vanda mig í samskiptum, hugsa vel um sjálfa mig, rækta vináttuna og fjölskylduna vel.

Ég ætla líka að reyna að finna húmorinn minn aftur, en það hefur verið svolítið djúpt á honum undanfarið, húmorinn hefur hjálpað mér í gegnum mjög margt í lífinu og ég hef oft brugðið mér í trúðinn til að fara í gegnum allskonar erfileika.


Trúðurinn er ein lýsing á uppkomnu barni alkóhólista:  Sum börn nota húmorinn til að létta andrúmsloftið á heimilinu ef það er erfitt og svo fylgir þetta manni inn í fullorðisárin og getur bæði hjálpað og einning verið manni fjötur um fót að því leiti að í stað þess að fara á dýptina þá er öllu slegið upp í grín.

En hvað um það ég er ein af þessum trúðum og hef lært að nýta mér hann þegar hann á við og ég ætla að nýta mér hann á nýju ári,  og til þess þarf ég  finna aftur minn innri trúð sem hefur verið í fríi.


Ég ætla að nýta mér það tækifæri að geta gengið sem er ekki sjálfsagt, og fara út að ganga reglulega  í þessum mánuði ætla ég að ganga 50 km úti og er búin með 8 km núna þannig að ég á 42 og það felur í sér ný tækifæri.

Í vinnunni ætla ég að standa upp reglulega og fara þrjár ferðir upp á fjórðu hæð til að auka lugnaþolið sem hefur oft verið betra, einning hef ég ákveðið að hreinsa til í matarræðinu því að ég veit að ef ég geri það þá lagast líkamleg heilsa t.d gigtin.
Á mánudaginn byrjar sundið mitt aftur og það er bara dásamlegt bæði góður félagsskapur og gott fyrir líkamann.

Ég ætla að skrifa meira á árinu því að það hjálpar mér að setja hlutina í samhengi og kannski hjálpar það einhverjum öðrum í leiðinni.

Og þegar ég fæ tækifæri á að prófa eitthvað nýtt ætla ég svo sannarlega að grípa það og láta ekki kvíða eða hræðslu stoppa mig í því og einning ætla ég að skoða hvað ferðatækifæri eru á árinu og velja mér eitthvað skemmtilegt tækifæri þar því að það nærir mig vel að ferðast og ég hef fengið tækifæri til þess að gera það ein undanfarin ár og hef komist að því að ég er skemmtilegur ferðafélagi.

Ég hvet ykkur til að skoða hvaða tækifæri þið hafið og grípa þau með gleði !!!!!






Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!