Breytingar



Breytingar eru oft erfiðar og fara misvel með okkur, undanfarið er ég að upplifa allskonar tilfinningar tengdar þeim.

Um helgina var ég að taka fram jóladótið og það var mjög erfitt því að þetta eru önnur jólin mín sem ég er að gera þetta ein, í fyrsta skiptið á ævinni er enginnn sem er að velja með mér jólatré eða taka þátt í öðrum undirbúningi, en það er allt í lagi ég get þetta alveg ein og er búin að taka ákvörðun um að kaupa mér ekki jólatré.

Ég er svo heppin að eiga börnin mín sem ég verð með um jólin því miður eru ekki allir svo heppnir, en það þýðir ekki að ég meigi ekki finna fyrir því að þessar breytingar eru erfiðar, en ég ætla ekki að dvelja í þeim heldur halda áfram og njóta.

Það eru margir sem eru í sömu sporum og ég, og það fer misvel í fólk að vera eitt og þá er alltaf spurning um hvað hægt er að gera.

Það er hægt að búa sér til sín jól og jólahefðir og gera eitthvað nýtt sem þig hefur kannski alltaf langað til að gera, ég er t.d. að fara í fyrsta skiptið á Jónfrúnna í jólamat og svo á tónleika á eftir með dóttir, tengdasyni og barnabarni og það verður örugglega skemmtileg upplifun.

Það sem skiptir mestu máli er að finna út hvað langar mig að gera og hverning get ég gert það og með hverjum?  Vil ég kannski bara gera þetta ein eða ætla ég að athuga hvort einhver hefur áhuga á að gera eitthvað með mér, fólk les ekki hugsanir og þess vegna þurfum við að koma þessu í orð.

Ég hef tri á því að þetta verði góð aðventa með nýjum ævintýrum og ég ætla að taka á móti þeim fagnandi.


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!